Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 150
146
Sá, sem á að geta lagt pað fram í fullum mæli, verður
að hafa þá hvöt til þess, að sjá fram á, að hann fái
tilkostnað sinn aftur með ágóða«. »Kjör leiguliðans
þarf að laga svo, að hann haíi vissu fyrir að geta notið
þess, sem hann leggur í jarðabæturc. . . . „Ekkert ráð
dngir til að fyrirbyggja illa meðferð á leigujörðum
nema það, að sameina hagsmuni leiguliða og Jands-
drottins með skynsamlegum leigukjörum“.
í Noregi gengur ábúðarréttur að erfðum, að sjálf-
sögðu á sjálfseign, og jafnvel einnig á leigujörðum. par
heiir sameign á jörðnm verið rnjög almenn (eins og víð-
ar), og er það afleiðing af skiptingu á þeim við erfðir,
sölu o. s. frv., á fyrri tímum, eins og liér á sér enn
stað; en þar er fyrir löngu byrjað á úrskipting á jörð-
um, er enn stendur yfir. Jarðirnar eru mældar, og
metnar nákvæmlega; er svo hverjum hluteiganda skipt
sínum tiltölulega hlut úr jörðinni, eftir vissum regl-
um, sem miða bæði til þess að skiptin verði svo hlut-
fallslega jöfn sem mögulegt er, og að hverjum sé sem
hægast fyrir að nytja og rækta land sitt eftir réttum
jarðyrkju-reglum, án þess að koma í bága við hagsmuni
sameignarmanna (nágranna) sinna. Úrskiptingu er fyrir
nokkru lokið í Danmörku. Hér á landi mun úrskipt-
ing óvíða nauðsynleg nema á úthaga og máske sums
staðar á engjum; enda munu landamerkjalögin að miklu
leyti ráða bót á því'.
III.
Eins og eg hefi stuttlega vikið á hér að framan,
álít eg að jarðamatið þurfi sem allra-fyrst að endurskoða;
1) A5 [)ví leyti sem eg hefl stuðzt við litiend rit, eru pau frá
pví um og fyrir 1870. Búkasöfnin í Reyicjavík eru fátæk að út-
lendum búfræðisritum.