Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 173
Arið 1886
var í flestum greinum með eríiðasta móti, og hagur
landsmanna allt annað en góður.
Fiskveiðai' voru reyndar allmiklar, og góður afli tal-
inn í flestum veiðistöðum allar vertíðirnar, einkum
haustvertíðina: sildarafli góður með köflum á Eyjafirði
og Austfjörðum og laxveiði í meðallagi. En þó varð
arðurinn af sjávarútvegi mjög rýr; pví að verzlunin var
hin óhagstæðasta. Yerð á innlendum vörum var mjög
lágt, í Reykjavík skpd. af saltfiski 30 kr., af saltýsu 25
kr., af smáfiski (nr. 2) 27 kr., harðfiski 60—80 kr.,
porskalýsistunnan (hrálýsi) 24 kr., hákarlslýsi (soðið)
18—19 kr., ull, hvít 50 a pd., mislit 35 a. pd., æðar-
dúnn 18 kr. A pessum vörum mun verð liafa verið
líkt annars staðar á landinu, sums staðar ef til vill nokkuð
hærra. í Reykjavík var kindakjöt um haustið 12, 14,
16, 18, og 20 a. pd. og jafnvel ]>ar yfir, en norðanlands
10, 12 og 14 a. pd., en mörpundið 18 a. Yerzlun
Skota (Slimons og Coghills) reyndist eigi eins vel og að
undanförnu; enda var við pví að búast, þar sem peir
biðu svo tnikið tjón árið áður. Fyrir liesta gáfu peir
30—50 kr., vænstu sauði á Suðurlandi og Norðurlandi
14 kr., en í Múlasýslum 17 kr. 50 a. Að vísu fengu
vörupöntunarfélög, sem skiptu við pá Slimon, útlendar
vörur með lægra verði en í verzlunuin hér á landi, en
pó hvergi nærri ineð eins lágu verði og önnur vöru-
pöntunarfélög, sem sendu innlendar vörur og fengu út-
lendar vörur á eigin reikning, svo sem kaupfélag J>ing-
eyinga og verzlunarfélag Dalasýslu, sem höfðu pá Zöllner
& Co. 1 Newcastle on Tyne fyrir umboðsmenn sína.
Yerð á fé, sem félög pessi sendu til Englands, var miðað
við pyngd fjárins, og eigi sent nema vænt fé. Kaup-