Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 127
123
hjá kúnni. Við það streymir og meira blóð til júfurs-
ins, svo að það verður harðara og selur kýrin þá hetur.
— Enn fremur verður að gæta pess, að mjaltirnar fari
fram í sömu mund.
þegar mjólkað er, verður að haga handtökum svo^
að þau verði sem líkust þeim tökum, sem kálfurinn
hefir þegar hann sýgur. Hér á landi er algengt að toga
mjólkina niður úr spenunum, í stað þess að kreista
hána niður úr þeim, eins og víðast er gjört erlendis.
Að toga mjólkina niður úr spenunum er óþægilegra fyr-
ir kýrnar; það er og seinlegra og meira þreytandi fyrir
mjaltakonur. Efst í spenunum að innanverðu eru
hringmyndaðir vöðvar, sem ganga lítið eitt upp í júfr-
ið. Mjólkurþunginn í júfrinu þrýstir vöðvum þessum
niður, en við það lokast þeir svo að mjólkin nær ekki
að renna niður í spenana. þegar spenarnir eru togaðir
hægt niður lokast vöðvarnir því fastara, svo að mjólkin
rennur enn síður niður í þá. Til þess að mjólk-
in falli niður í spenana, verður því að toga þá svo fast
að hringvöðvarnir gangi svo mikið niður á við, að raðir
þeirra gefi. sig í sundur. En þá verður lega vöðvanna
alveg öfug við það, sem er eiginlegt. fetta þreytir og
veikir vöðvana; svo að með tíð og tíma er liætt við, að
þeir missi að nokkru kraft sinn og þýðingu. Hið sama
getur og átt sér stað, ef iðuleg mjólkurofþensla er í
júfrinu. En þegar svo er komið, geta liringvöðvarnir
eigi lengur varnað því til fulls, að mjólkin renni úr
júfrinu niður í spenana, og verður þá kúm mjög hætt
við að leka sig. pegar mjólkinni er þar á móti lyft
frá hringvöðvunum opnast þeir, svo að injólkin getur
streymt í spenana. Sést hezt að svo er, ef litið er til
þess, að öll ungviði ýta með snoppunni upp undir júfrið
þegar þau sjúga. Náttúrulivötin bendir þeim til þess;
því að við þetta léttir mjólkinni af hringvöðvunum, svo