Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 123
119
milli gjafa, þá drelckur kálfurinn með mikilli græðgi,
sem getur einnig haft skaðlegar afleiðingar.
Nautkálfa verður að ala enn betur en kvígukálfa,
og ef kálfar eru aldir til slátrunar verður að ala þá sem
bezt, svo að tíminn verði sem stytztur, er gengur til þess;
því að þá eyðist minna af viðlialdsfóðri.
Haganlegast er, að þær kýr, sem kálfar eru aldir
undan, beri eigi síðar en í desember eða fyrri liluta
janúars. Ef kálfar eru síðar bornir, þá verður að gefa
þeirn mjólk fram eftir sumrinu, og helzt einnig lítið eitt
af góðri töðu; því að meðan kálfarnir eru fóðraðir með
miklu af mjólk og þess háttar, er betra að þeir fái ögn
af þuru fóðri, lieldur en þeir bíti eingöngu gras ájörð-
unni, sem er svo safamikið. Ef því kálfarnir eru síð-
bornir, verður þeim að öllu leyti mikið minna gagn af
fyrsta sumrinu en ella.
Allir, sem ala upp kálfa, verða ætíð að halda ná-
kvæmar töflur yfir gjöf þeirra og þyngd. Með því er
hægt að sjá, hvað það kostar að ala kálfinn upp, og
hvaða fóðrunaraðferð reynist bezt. J>egar kálfar eru
vegnir, er lientugast að liafa svo breiða gjörð að hún
nái undir allan kviðinn og frain að bógum, og sé með
höndum í, sem megi bregða á vogarkrókana. Ef ekki
er til nema lítil vog, þá má vega á tvær eða fleiri vog-
ir. En það er alls ekki lítið varið í að þekkja sem
ljósast þá aðferð, sem heíir reynzt vel; því að henni
má þá fylgja framvegis. Enn fremur, að hafi einhver
aðferð reynst illa, að hún sé þá kunn, svo að maður
»brenni sig ekki sjálfur á sama soðinu* aftur og aftur.
í hverju sem er, verða allir að hafa hugfast, að finna
sjálfir það sem er réttast og farsælast, og haga sér svo
framvegis eftir því, en það finnst ekki, ef allt er gjört af
handahófi. — Töflum yfir gjöf og þyngd kálfa mætti
t. a. m. haga líkt þessu: