Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 30
26
arefnin þannig frá innýflunum í blóðið. En að næring-
arefnin ganga frá meltingarfærunum í blóðið, en blóðið
gengur ekki frá háræðunum inn í innýflin, kemur af
pví, að næringarvökvinn er súr, sem orsakast af sýrun-
um, sem hafa myndast af sykrinum, feitisýrunum og
sýrunum í meltingarvökvunum. par á móti er blóð-
vökvinn alkaliskur, eða hefir nokkuð af kalí og natrón,
en súr vökvi á mikið liægra með að komast í gegn um
himnurnar en alkaliskur. Hlutfallið milli pess vökva,
sem hægast getur komizt í gegn um himnurnar (svovl-
syrehydrat) og pess vökva, sem óhægast kemst í gegn
um pær (kalihydrat) er sem 2000 móti 3, eða hinn fyr-
nefndi vökvi kemst nær pví 700 ^innum hægar í gegn
um himnurnar en sá síðarnefndi.
Aður er sagt, að súrefnið í loftinu sé næringarefni,
pótt pað sé eigi nefnt svo í daglegu tali. En í fljótu
bragði virðist ekkert næringarefni vera jafnnauðsynlegt;
pví að ef skepnan getur eigi veitt sér pað, deyr hún
eftir örfá augnablik. Eins og menn vita, berst loftið
til lungnanna í gegn um barkann. Erá barkanum liggja
ótal smápípur um öll lungun. A endum pessara
pípna eru örsmáar blöðrur, sem nefnast lungnasellur.
Blóðið streymir frá hægra hólfi hjartans til lungn-
anna; æðarnar greina sig par í mjög smágjört háræðanet,
sem vefst utan um lungnasellurnar. En sökuin pess, að
veggir háræðanna og lungnasellnanna eru svo afarpunnir,
getur loftið komizt úr lungunuin inn í blóðið; og sömu-
leiðis kolsýran,sem blóðið parf að losast við,út í lungun.
I blóðinu eru örsmá rauð korn, sem eru nefnd blóð-
korn;pau taka súrefnið í sig og flytja pað eftir blóðinu.
Blóðkorn pessi geta pví álitizt sem smábátar, er sigli
eftir blóðstraumnum, hlaðnir súrefni, sem peir flytji til
líkamans og affermist smátt og smátt. En hve mikið