Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 67
63
görðum, þarf meira fóður en til þess, að byggja fyrir að
það eyddist. Er það sökum þess, að þegar skepnan á
að framleiða eittbvað, verða öll efnaskipti í líkamanum
örari; það eyðist því meira til andardráttarins og meira
brennur af efnum í líkamanum. J>að er því ljóst, að
skoðað frá þessari hlið hefir þetta hvorttveggja skaða í
för með sér. — Setjum svo, að tveir sauðir veturgamlir
séu hvor um sig 100 punda þungir að haustinu, og
annar þeirra léttist um 30 pund yfir veturinn, en hinn
lialdi þyngd sinni. J>yngist nú sauðirnir um 40 pund
hvor næsta sumar, þá eru þeir að haustinu 110 pund
og 140 pund á þyngd. En ef svo er, þá hefði vanhalds-
fóðrið orðið að kosta þeim mun minna en viðhaldsfóðr-
ið, sem svarar til 30 punda af lifandi þunga kindarinn-
ar. Ef nú hvert pund af lifandi þunga í 110 punda
sauð kostar 10 aura, en 1 þeim sauð, sem vegur 140
pund 116/7 eyris', þá kostar þyngri sauðurinn 16,60 kr.,
eu sá léttari 11 kr. Til þess nú að jafn hagur hefði
verið að því að láta sauðina lifa á annan vetur, liefði
fóður léttara sauðsins orðið að kosta 5,60 kr. minna en
hins þyngra; en allir sjá, að fóðurmunurinn getur ekki
verið svo mikill að verðhæð. En nú helir reynslan oft
sýnt, að þær kindur, sem eru léttari að vorinu eru eins
þungar að haustinu og stundum þyngri. J>etta er samt
ekki liið algenga; það vanalega er, að þær kindur, sein
eru léttari að vorinu, séu einnig léttari að haustinu,
J>ó getur verið að það sé tíðara, að þyngdarmunurinn
sé rninni að haustinu. Margur mun því þykjast geta
sagt, að þótt hann fóðri vanhaldsfóðri yfir veturinn, þá
muni það svo litlu, hvað þær kindur séu lélegri næsta
liaust, en þær sem liafa nægilegt fóður. Á veturna
1) Samanher sauðakaup Laurilzons & Co síðast liðið haust,
þjóðólfur nr. 45. 1886.