Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 62
58
Eigi má pó hitinn vera ofmikill; því að pað getur
haft skaðlegar afieiðingar. J>að eru pví sérstök takmörk,
sem eru liin hentugustu. Hesturinn parf mestan hita;
pví að hiti og purt loft er samkvæmt hans upprunalega
eðli. Sést pað á pví, að í peim löndum, sem eru heit
og purviðrasöm, hefir hesturinn náð sinni mestu full-
komnun, svo sem í Arabíu, Andalúsíu og Norður-Afríku.
Hæíilegur hiti í hesthúsi er pví talinn um + 12u—16°
C. Hinn sami liiti er og mátulegur fyrir mjólkurkýr,
en fyrir geldneyti lítið eitt minni. Sauðfó verður par á
móti að hafa minni hita, eða um + 10u C. Ungviði
purfa pó meiri hita en fullorðnar skepnur, eða lömb
+ 12"—15” C., kálfar + 15"—16" C. og folöld + 15°
—17° C. Einnig purfa magrar skepnur meiri hita en
feitar, eða pær, sem vega að tiltölu minna en aðrar eft-
ir líkamsstærð. J>ó má hiti á mögrum skepnum ekki
fara fram yfir liita á ungviðum.
En pegar skepnum er beitt úti, má húshitinn ekki
vera pessi, heldur pvert á móti; pví að pá er áríðandi
að húsin séu sem köldust, svo að mismunur hita og
kulda sé sem minnstur. Líffærin geta ekki pegar í stað
lagað sig eftir snöggum mismun, sem getur pví haft
hættulegar afleiðingar í för með sér. í miklum kulda
er húðöndunin minni en ella. J>au efni, sem blóðið verð-
ur pví að losa sig við, flytur pað til lungnanna og nýrn-
anna, sem að öðrum kosti hefði meira eða ininna farið
á burt með húðönduninni. Eyrir petta streymir meira
blóð bæði til lungnanna og nýrnanna. J>egar nú skepn-
an kemur úr miklum kulda í mikinn hita, pá breytir
hlóðrásin stefnu sinni eigi pegar í stað. En við hitann
penst blóðið út 1 lungunum og nýrunum verður pví
svo mikið af blóði sem hæglega getur valdið pví, að
hólga hlaupi í pau. Blóðið rennur pá hægara, skepn-
an sljófgast eða dofnar, og auðveldlega geta einnig kom-