Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 79
75
■töðu á dag sér til viðhalds. f>eir Árni og Bjarni gáfu
jafnt af afurðafóðri, eða yfir allan tímann 1260 pund
hvor. En til viðhalds eyddi Árni 1260 pundum, en
Bjarni ekki nema 840 pundum eða 420 pundum minna
«n Árni. f>að virðist pó, að uxarnir hefðu átt að leggja
sig jafnt á blóðvelli, par sem báðir eyddu jafnmiklu af
afurðafóðri. En búast má við, að uxi Ártia hafi. lagt
sig lítið eitt meira, af pví að líkur eru til, að hann
hafi melt fóðrið betur. f>ó vantar mikið til, að pað
svari til pess viðhaldsfóðurs, sem Árni eyddi fram yfir
Bjarna.
Sauðfé mun sjaldan vera fitað til slátrunar; enda
horgar pað sig síður, sökum pess að pað parf lítið eitt
meira fóður en nautgripir til að framleiða hvert pund
eiginpyngdar, og svo parf fóðrið að vera enn kraftbetra,
ef fitunin á að fara í lagi.
f>á verður að gæta pess, að skepna, sem fituð er,
hafi sem mesta ró og næði; pví að hreyfingin eykur
efnaskiptin í líkamanum, og kostar pví fóður. Bezt er
að skepnan geti verið sem hugsunarminnst, og í nokk-
urs konar letimóki. Hitinn verður og að vera hæfileg-
ur, eða 13°—18UC. Ef liann er minni, verða meiri
efni að brenna í líkamanum, til pess að viðhalda eigin-
hitanum. En ef hitinn er meiri, pá eykst útgufunin,
en fyrir pað verður skepnan að drekka ineira. Einnig
er hætt við, að lystin minnki. Eigi er vert að hafa
mikla birtu í peim húsuin, sem skepnur eru litaðar; pví
að eins og sagt liefir verið, verða efnaskiptin í líkam-
anum lítið eitt minni í dimmu en birtu. f>á taka
sumir peim skepnum blóð, sem á að fita til slátrunar,
og láta blæða nokkuð. Byggist pað á pví, að pví minna
sem blóðið er, pess minna tekst af súrefni í pað við
innöndunina. f>ar af leiðandi minnkar bruni efnanna
í líkamanum, og skepnan andar pví minna frá sér af