Búnaðarrit - 01.01.1887, Blaðsíða 126
122
ar. Ef þar á móti lítil mjólk fellur til kýrinnar, eða
jiifrið er svo stórt, að mjólkin þenji það ekki mikið út,
þá skal mjólka kúna að eins tvisvar sinnum á dág; því
að vanalega er mjólkin eftir því feitari sem liún dvelur
lengur í júfrinu. Ef kýrin væri mjólkuð 3 sinnum á
dag, fengist því minna smjör úr mjólkinni, heldur en
ef hún væri að eins mjólkuð tvisvar sinnum.
Yið mjaltirnar verður þess að gæta, að handtökin
séu sem allra liprust; svo að kýrin finni alls ekki til,
þegar hún er mjólkuð, heldur veki það þægilega og örf-
andi tilfinningu. Einnig verður að mjólka svo vel, að
ekkert verði eftir af mjólk í júfrinu, og halda áfram
þeiin sömu handtökum við júfrið dálitla stund eftir það
að hætt er að nást mjólk úr því. J>egar þannig er að
farið við mjaltirnar, þá rennur meira hlóð til júfursins,
en því meira blóð sem rennur til þess, því meiri nær-
ing veitist því. Með þessu móti er því vökvaleiðslan
smátt og smátt aukin til mjólkurfæranna, en við það
eykst nythæð kýrinnar. Ef illa er mjólkað, er skaðinn
því þrefaldur. j>að er komið í veg fyrir að kýrin nái
fullkomnun í þá stefnu, sem liún er ákvörðuð til, það
fæst minni mjólk, og sú mjólk, sem veitist, er kostminni
en ella; því að sú mjólk, er seinast fæst úr júfrinu, er
feitust eða smjörmest. Munur þessi er alls ekki lítill,
og skulu hér tilfærðar tvær útlendar tilraunir í þá
átt.
í hyrjun mjalta . . . 1. tilraun rjóma- megnið 2. tilraun rjóma megnið
. . . . 5 6
um miðjar mjaltir . . . . . , 6 15
við lok mjalta . . . , . ... 12 21
Ef kýrin selur illa, þá er gott að strjúka júfrið og
klappa því lipurlega. j>etta vekur þægilega tilfinningu