Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 6
eyðilagt fyrir löngu, ef hún hefði við full rök að styðj-
ast. Jafnvel frá 16. öld getum vjer lieyrt raddir, sem
spá landinu gjöreyðingu. Jeg vil t. d. benda á þessi
orð úr kvæðinu „Stúf“, eptir Þórð Magnússon á
Strjúgi:
Blindar margan blekkt lund,
blandast siðan, vex grand,
reyndar verður stutt stund
að standa náir ísland.
Þetta sagði liann, „svarna maðurinn“,— svona leit hann
á framtíð landsins, svona var uppblásturinn voðalegur
og bersýnilegur í hans augum, og þó var eigi liðið langt
frá því að Jón Arason liafði kveðið:
„Undarlegt er ísland,
ef enginn rjettir þess stjett“.
Skyldi nú landinu liafa farið svo mjög aptur frá
því Jón Arason orti þetta og þangað til Þórður orti
„Stúf“, — á nokkrum árum — eða skyldi þetta ekki öllu
fremur vera hugarburður lijá Þórði og þeim, er sungu
eptir sömu nótum, eðlilega sprottinn af þeirra eigin
eymd og volæði samtíðarmanna þeirra? Um þessar
mundir var konungsvaldið að festa fullar rætur í land-
inu; — kúgunarandinn fór sívaxandi og beygði og bug-
aði allan dug og alla sjálfstæðistilfinningu landsmanna,
hann þrengdi sjer gegn um merg og bein, og setti stimp-
il sinn á hverja taug í lífi þjóðarinnar. Dáð og dug-
ur þvarr, efnahagurinn fór síversnandi, Iíkamleg og and-
leg eymd varð hlutskipti þjóðarinnar. Þegar svo kjör
landsmanna urðu mildu vesalli og kaldari en áður, þá
var það eðlilegt, að þeim fyndist náttúran vera kaldari
og harðbýlli en áður, og gæði landsius fara þverrandi.
Þá hóf'st eymdaróðurinn fýrir alvöru; uppblásturs-
kenningin varð aðalyrkisefni skáldanna, ræðuefni prest-