Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 10
6
sá dagur, er hann á að boða til þess að vekja þjóðina
af svefni.
En þessi hamslausi gauragangur, sem sumir menn
hafa í frammi, þessi hvíldarlausi bardagi við sinn eig-
in skugga, þessir ráðlausu draumórar, þessar æðisgengnu
öfgar, þessar framfarakenningar og umbótatilraunir, sem
eiga eigi skylt við neina skynsemi, — allt þetta gjörir
eigi annað en trufla og spilla fyrir hinum sönnu og
verulegu framförum; allt þetta styður og eflir uppblást-
ursandann, en spillir fyrir framförum landsins, hversu
fögrum nöfnum sem það skreytir sig með, — livort sem
það heitir „þjóðviljiu eða „þjófrelsis-whisky“.
Sú kenning, að Iandið sje og hafi ávallt verið að
„blása upp“, ávallt verið að spillast og versna, var sjer-
staklega almenn fyrir nokkrum árum, þegar hallærið
stóð sem hæst. Þótt þessi kenning liafi komið einna
greinilegast fram hjá sjera Jóni Bjarnasyni í fyrirlestri
hans „Island að llása uppa,x þá voru þeir þó eflaust mjög
svo margir, sem höfðu líka skoðun og hann í þessu
efni; — munurinn er að eins sá, að hann liefur látið
skoðun sína í Ijósi hiklaust og afdráttarlaust. Það er
óneitanlega ýmislegt satt í þessari uppblásturskenningu,
þótt flest í henni sjeu öfgar og á litlum rökum byggt.
Landið er óefað nokkru hrjóstrugra og óálitlegra til íbúð-
ar en það var í fornöld; en ekki er þetta af þvi, að tíð-
1) Af fyrirlestri sjera Jóns „Um vatnsveitingar“ má sjá, að
hann er kominn á aðra skoðun nú í þessu efni, enda var eigi unnt
að ætla það, að sjera Jón, scm er einn af vorum beztu mönnum,
gæti til lengdar lialdið sjer við þá skoðun, að náttúrufar landsins
væri svo mjög að spillast, og landið væri svo mjög að blása upp i bókstaf-
legum skilningi, að það væri orsökin i cymdinni og volæðinu lijer;
það var eigi unnt að ætla það, að hann gæti til lengdar haft þá
skoðun, að landið væri á leiðinni út í „huggunarlausan danðavn".