Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 14
10
námu, að skógur hefur verið á Mýrdalssandi, þegar Hjör-
leifur tók land við Hjörleifshöfða. Nafnið Dynskögar
og Dynskögalwerfi bendir og á skóg, en Dynskógar
hafa verið austan til á Mýrdalssandi.
Skógarnir hafa og áu efa verið talsvert stórvaxn-
ari i fornöld en þeir eru nú; það sýna ýmsir sögulegir
vitnisburðir, og í annan stað eru eðlilegar orsakir til
þess, og mun jeg síðar minnast nokkuð á það.
Eptir að íslendingar höfðu tekið sjer fastan bústað
hjer á landi, tóku þeir þegar að eyðileggja skógana.
Það mun og jafnan hafa átt sjer stað, þegar menn hafa
tekið sjer fastan bústað í skógi vöxnu landi, að skóg-
arnir hafa minnkað, og þarf eigi að ásaka íslendinga
um það út af fyrir sig. Þannig er talið, að skógarnir
hafi mjög minnkað í Noregi síðan sögur hófust þar fyrst.
Orsökin til þess, að skógarnir hafa eyðilagzt hjer á
landi, liefur ávallt verið hin sama og hún er enn í dag:
skógarnir liafa verið höggnir og notaðir til beitar eins
og unnt hefur verið, enda lítur svo út sem þeir hafi
þorrið og gengið úr sjer mjög fljótt. Sögn Ara fróða,
að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru „í
þann tíþ“, bendir einmitt á mótsetningu við það, sem
á sjer stað á þeim tíma, er hann ritar þetta; það er
sem hann hefði sagt: „Þegar landið byggðist, var það
viði vaxið milli fjalls og fjöru, en það er það eigi nú“.
Landið er þegar farið að „blása upp“ á dögum Ara
fróða. Sama kemur og fram hjá mörgum söguriturunum;
þeir geta þess opt, að þar og þar hafi verið skógur,
þegar sagan gjörðist; bendir það auðsjáanlega á mót-
setningu við það, sem átti sjer stað, þegar þeir rituðu
söguna, því annars mundu þeir ekki hafa tekið þetta
fram. Þannig segir t. d. i Heiðarvíga sögu: „Þá var
skögr míkill í HvitársíSu, sem ]>á var viSa lijer á