Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 17
13
í'rá 17. og 18. öld heyrum vjer stundum getið um ýmsa
liluti, sem gjörðir hafa verið úr birki og eru þess eðlis,
að birkitrje þau, sem þeir hafa verið gjörðir af, hljóta
að hafa verið svo stórvaxin, að varla mundu finnast
lijer svo stórvaxin birkitrje nú. Jeg vil taka til dæmis
það, sem sjera Stefán Ólafsson kveður um bæjarsmíð
Bjarna á Eyði:
„Bjarua bærinn góöi
byggjast tekur nú,
inni’ eg það í óði,
með eina er hann þar kú;
fyrir brúði og barnið eitt
ber hann ennið sveitt;
lierlegur þessi húsabær
heitir: Ekki-neitt.
Hann hefur af birki berru
bugðutrje fyrir sperru"1.
Þótt bær Bjarna hafi sjálfsagt verið lítill og vesallegur,
þá er þó líklegt að „bngðutrje“ það, er hann hafði
fyrir sperru í bæinn, hafi verið úr svo stórri birki-
hríslu, að leitun muni vera á svo stórum birkihríslum
nú. Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, að stærstu
trjen í Húsafellsskógi sjeu 10—12 álna há2. Fnjóska-
dalsskóg telur liann þó fegurstan og stórvaxnastan skóg
á landinu; þó segir hann, að þá á síðari árum liafi
skógur þessi gengið mjög úr sjer; fyrir 100 árum
hafi trjen þar haft 20 álna háan bol upp að
greinunum. Eggert segir einnig, að mjög stórvax-
inn skógur hafi verið á Möðruvöllum í Eyjafirði, en
hann hafi eyðilagzt algjörlega á einum degi veturinn
1607; það liafi staðið svo á, að trjen hafi öll verið húð-
1) St. Ólafsson: Kvæði, II, 83.
2) Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Reise igiennem Island,
I, 168.