Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 21
17
sandfoki, vatnagangi eða skriðum, þá fer eyðileggingin
venjulega svo fljótt og sviplega fram, að vjer hljótum
að veita því eptirtekt, — það stingur svo í augun; en
þegar einhverstaðar grær upp, þá fer það fram, eigi
allt í einu, heldur smátt og smátt, svo hægt og sein-
lega, að auga áhorfandans á svo erfltt með að veita
því eptirtekt. Það er því eðlilegt, þótt menn hafi jafn-
an tekið eptir eyðileggingunum, en síður gefið gaum að
því, sem gróið hefur upp aptur. Það er því eðlilegt,
þótt uppUásturinn liafi vaxið mönnum í augu, og þeim
hafi fundizt graslendi og annar gróður landsins eyði-
leggjast meir en í raun veru átti sjer stað. Auk þessa
er mönnum jafnan tamt að gefa náttúrinni sök á bág-
indum sínum, og þess vegna hefur þeim fundizt landið
„blása uppu, þegar þeir hafa átt við fátækt og volæði
að búa, — en það liefur löngum verið hjer á landi. Um
ótalmargar aldir hafa eldgos sjálfsagt átt sjer stað hjer á
landi á líkan hátt og þau hafa verið síðan landið byggðist.
Lækir og ár hafa og sjálfsagt verið um fleiri þúsundir
ára álíka miklar og þær eru nú og verkað jafnan á
sama hátt. Loptslagið hefur sjálfsagt frá því mörgum
öldum áður en landið byggðist verið hjer um bil hið
sama og það er enn í dag, landslagið hið sama, jarð-
vegurinn hinn sami. Eyðileggingar af eldgosum, vatna-
gangi, sandfoki, skriðum o. s. frv. hafa því eigi síður
átt sjer stað áður en landið byggðist en síðan það byggð-
ist. Hinir sömu eyðileggjandi náttúrukraptar, sem liafa
verið verkandi síðan landið byggðist, hafa og verið
verkandi áður, og hinir sömu græðandi náttúrukraptar,
sem vernda gróðurinn og efla, hafa og verið jafnt verk-
andi síðan landið byggðist eins og áður en það byggð-
ist. Það er því auðsætt, að ef það, sem eygilegðist
BúnaDarrit. V.
2