Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 22
18
beinlínis af völdum náttúrunnar, væri meira en hitt, sem
grær upp aptur, þá mundi landið liafa verið „upp-
blásið“ og óbyggilegt, þegar íslendingar komu hingað
fyrst. Vjer þekkjum enga náttúrlega orsök til þess, að
landið geti verið hrjóstrugra og gróðursnauðara nú, bein-
línis af völdum náttúrunnar, en það var í fornöld. Ef
hinir græðandi og viðhaldandi náttúrukraptar hafa
eigi getað jafnt haldið jafnvægi við liina éyðileggjandi
náttúrukrapta síðan landið byggðist eins og áður, þá
getur það eigi verið öðru en möununum að kenna, —
það hlýtur að vera af þvi, að mennirnir liafa fremur
stutt hina eyðileggjandi krapta en þá hina græðandi og
viðhaldandi. Ef landið hefnr eigi gr'oið itpp jafnmikið
og eyðileggingunum svarar, — ef það hefur eigi gröið
upp jafnmikið og það hefur „blásið uppu, þá er það
mönnunum að kenna. Nú er það sýnt og sannað, að
landið hefur talsvert „blásið upp“, síðan í fornöld, og
öll sú sök hlýtur að lenda á landsmönnum sjálfum.
Vjer vitum, að opt liafa miklar eyðileggingar átt sjer
stað af eldgosum, sandfoki, vatnagangi og skriðum, og
að graslendi hefur sumstaðar blásið smám saman upp
fyrir stormum og næðingum. En vjer vitum einnig, að
gömul eldhraun liafa sumstaðar smátt og smátt gróið
upp, að sandar liafa gróið upp, að malareyrar og
gróðurlausar leirur, er ár og lækir hafa myndað,
hafa gróið upp, að skriður hafa gróið upp, o. s. frv.
Það mun mega fullyrða, að talsvert meira graslendi
liaíi eyðilagzt af sandfoki síðan land byggðist en því
svarar, sem sandar hafa gróið upp aptur; en vjer vit-
um einnig, að sandfokið liefur verið stutt mikið með
því að eyðileggja melgrasið, en eigi verið gjört neitt til
að stemma stigu fyrir því eða græða sandana upp. Á
ýmsan hátt hafa menn stutt hina eyðileggjandi náttúru-