Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 26
22
að afla kola, og hver bóndi, sem ekki haf'ði skóg, varð
því að fá að „gjöra til kola“, eða kaupa kol, hjá þeim,
sem á skógarjörðunum bjuggu; urðu þannig opt og tíð-
um mjög margir bændur, sem notuðu einn skóg. Þann-
ig segir Eggert Ólafsson í ferðabók sinni, að flestir Borg-
firðingar1 kaupi kol og rapt á Húsafelli, — úr Húsa-
fellsskógi2. í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Eyja-
fjarðarsýslu, þar sem svo að segja enginn skógur hefur
verið um langan aldur, voru menn farnir að nota stein-
kol við ljádengslu á síðari tímum; en áður mun það
hafa verið tíðast, að menn keyptu kol úr öðrum hjeruð-
um, og það er mjer kunnugt um, að nokkrir Húnvetn-
ingar keyptu kol suður í Mýrassýslu á síðustu árum,
sem gömlu Ijáirnir voru notaðir. Skógarhöggið hefur
mikið minnkað við það, að nýju ljáirnir komust á, enda
hefur adjunkt Þorvaldur Thoroddsen sagt mjer, að liann
hafi tekið eptir því, að skógar liafi sumstaðar vaxið nokk-
uð síðan nýju ljáirnir komust á.
Hversu skógarhöggið hefur eyðilagt skógana, er þó
að líkindum eigi meir falið í því, live mikið þeir liafa
verið höggnir, heldur en hinu, hve illa og óforsjállega
það hefur verið gjört. Þegar menn höggva skóg, vilja
þeir ná í stærstu hríslurnar af því, að það munar svo
mikið um þær; það er og lieldur eigi fjarskalega skað-
legt í sjálfu sjer; en til þess að komast betur að þessum
stóru hríslum eru höggnar upp ótal margar smáhríslur,
er í raun og veru munar mjög lítið um; en þessar smáu
hríslur eru flestar ungviði, — ungar plöntur, sem ef til
1) Þetta á sjálfsagt að skiljast um efri hluta Borgarfjarðarsýslu,
])ví í suðurhluta sýslunnar voru þá talsverðir skðgar og eru onn
sumstaðar.
2) Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Iteise igenncm Island,
I, 168.