Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 31
27
íjárbeit á vetrum, og sjerstaklega ætti að varast að
beita þá, þegar haglítið er, og fje hefur lítið eða eigi
neitt aunað að bíta en skógana, því að slíkt er hin
mesta eyðilegging fyrir þá. Hver bóndi, sem býr á
skógarjörð, ætti að telja það sjálfsagt, að haun megi
eigi nota skóginn til beitar, þegar um litla eða enga
aðra haga er að tala; yrði hann þá að haga sjer eptir
því, er hann setur á hey sín á haustin. Bóndinn, sem
býr á skógarjörð, má eigi telja skóginn þess konar hlunn-
indi við jörð sína, er spari honum hey, eigi lieldur þess
konar hlunnindi, er hann megi auka tekjur sínar með
til nokkurra muna á þanu liátt, að selja skógarhögg;
— hann á að eins að telja skóginn verndara gróðurs-
ins, og fegurð og prýði jarðarinnar. Yíða stendur svo
á, að skógurinn er „fjöreggu næstnm því alls þess lífs,
er þrífst á því svæði, er hann nær yíir, — og hver
bóndi mundi þá vilja verða til að brjóta þetta fjöregg
á eignarjörð sinni eða ábúðarjörð? Alstaðar er skógur-
inn að einhverju leyti til hlífðar, skjóls og verndar fyr-
ir annan gróður, og fyrir því er nauðsynlegt að vernda
liann.
Ef skógarnir sæta sömu meðferð framvegis og tíðk-
azt hefur til þessa, þá getur eigi hjá því farið, að þeir
eyðileggist gjörsamlega; en ef farið væri vel og hyggi-
lega með þá, mundn þeir smátt og smátt aukast og
blómgast. Það er því vouandi, að allir, sem á skógar-
jörðurn búa og yfir skógum liafa að ráða, gjöri allt, sem
i þeirra valdi stendur, til þess að friða skógana og
vernda.
Það er langt síðan ýmsum eiustökum mönnum hef-
ur verið það ljóst, að meðferð sú, er skógarnir hafa
orðið fyrir, væri til þess að eyðileggja þá, og að nauð-
synlegt væri að koma í veg fyrir eyðileggingu þeirra.