Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 32
28
1754 kærði Magnús lögmaður Gíslason, er þá var sett-
ur amtmaður, það fyrir rentukammerinu, að skógarnir
væru höggnir og eyðilagðir á konungsjörðum og öðrum
opinberum jarðeignum. Þessu svaraði rentukammerið
með brjefi 10. maí 1755, og lagði fyrirMagnús aðgjöra
þær ráðstafanír, að skógarnir væru eigi höggnir eða
eyðilagðir á jörðum þessum, heldur væru þeir friðaðir
og hlynnt að þeim eptir því sem föng væru á1. Þetta
brjef auglýsti Magnús svo á alþingi 1755 og ásynodus
fyrir Skálholtsstipti, og lagði svo fyrir, að enginn, sem
á konungsjörðum byggi, eðahefði opinberar jarðir á leigu
eða að Ijeni, mætti höggva skóg ájörðum þessum, nema
það, sem hann þyrfti nauðsynlega til eldiviðar eða liúsa-
gjörðar á sínu eigin heimili; skyldi liann þá liöggva að
eins það af skóginum, sem elzt væri og farið að fúna,
en öllu því, er væri í vexti, skyldi hann hlynna að, og
vernda það kostgæfilega. Mjer er eigi kunnugt um,
hvort þessu hefur verið nokkuð framfylgt, en varla mun
það hafa verið til lengdar. Það er eigi óhugsanda, að
setja mætti einhverjar lagaákvarðanir í því skyni að
vernda skógana, en jeg ætla þó eigi að komameðnein-
ar uppástungur í því efni; — jeg Jæt það þeim eptir,
sem betur kunna lag á allri lagasetningu en jeg.
Að gróðursetja skóga hjer á landi getur eigi kom-
ið til greina, að minnsta kosti eigi meðan efnahag lands-
manna og ástæðum er eins varið og nú. Vjer vitum,
hversu mikla fyrirhöfn og umhyggju það kostar að rækta
fáein smátrje í görðum hjer í Reykjavík. Það mundi
verða svo kostnaðarsamt að gróðursetja skóg að nokkr-
um mun, að það yrði landsmönnum ofvaxið, og langt
fram yfir það. Það er heldur eigi víst, hvort það mundi
1) Loveamling for Isl. III. 219,