Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 36
Um verð á heyi.
Það þykir jafnan Ijett að vita verð á þeim vörum,
er almennt ganga kaupum og sölum, t. d. á íiski, ull,
kjöti o. s. frv.; það fer þá jafnan eptir því, hvaða verð
menn á hverjum stað geta fengið fyrir það; ef kaup-
menn bjóða 60 kr. fyrir hvert skippund af saltfiski, þá
er verðið á því 60 kr., án þess að það komi til skoð-
unar, hvort menn hafa haft meiri eða minni kostnað
eða fyrirhöfn fyrir að aíla þess., En á þennan hátt verð-
ur eigi ákveðið verð á þeim vörum, sem lítið eða ekki
ganga kaupum og sölum; í Reykjavík er mjólk almennt
seld, og eptir því má segja, að verð á nýmjólk sje þar 16—
20 aurar fyrir pottinn, en óvíða annarstaðar gengur mjólk
kaupum og sölum, og þá getur orðið álitsmál, livert sje
verð hennar á hverjum stað og tíma; sama er að segja
um marga aðra hluti; þegar svo stendur á, þá meta
menn verð þeirra eptir því, sem sanngjarnt er álitið, en
þetta álit um, hvað sanngjarnt verð sje, fer sumpart
eptir því, hvað venja er á hverjum stað, sumpart eptir
því, hvað menn telja að kostað hafi að afla vörunnar.
En hvorugt þetta er áreiðanlegur mælikvarði; gömul
venja er að visu opt og einatt á góðum og gildum rök-
um byggð, þegar hún hefur smámsaman myndazt og
lagazt við langvinna og tíða reynslu; en hún getur líka
verið óáreiðanleg, ef ástæðurnar liafa breytzt, síðan sú
reynsla átti sjer stað, sem myndaði venjuna, eða ef