Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 41
37
kúna, en skaði við að kýrin missir tíma kemur fram í
mjólkinni, opinber gjöld af lienni, liúsrúm, hirðing að
vetri, hagaganga og heimrekstur að sumri, mjólkun og
bolatollur, en á liinn bóginn gefur kýrin af sjer auk
mjólkurinnar kálf og áburð, sem er næsta mikils virði.
Án þess að jeg sjái ástæðu til, að liða nefndan kostnað
allan sundur, vil jeg að eins taka fram, að mjer virtist
nægilegt að ætla fyrir öllum kostnaði öðrum en fóðrinu
30 kr. auk áburðar og kálfs. — Hinn mesti afrakstur
af kúnni liggur í mjólkinni; að því er snertir verð henn-
ar, þá er mest að líta á, hvert verð hún hefur á móti
öðrum mat, þegar hún, eins og almennt er, er notuð
til daglegrar nautnar á heimilinu, og hvort sem litið
er á efnasamsetningu hennar og það næringargiidi, er
hún eptir því liefur, eða á búdrýgindi þau, sem að henni
eru í búi manns, þegar eigi er ofmikið af henni, þá get
jeg enganvegin talið nýmjólkurpottinn minna virði en
12 aura; að gömlu lagi eru einnig 5 pottar mjólkur
taldir alin og þegar litið er á, Iivað lagt var í alin af
annari fæðu úr dýraríkinu, þá kemur það vel heirn. Ef
kúamjólkin aptur á móti er svo mikil, að hún verður
eigi notuð til daglegrar fæðu, heldur til að búa til úr
henni smjör og skyr eða osta, þá verður hún eigi eins
mikils virði, sízt vetrarmjólkin. Eptir þessu verður árs-
nytin eptir kúna 2500 pt. á 12 aura . . . 300 kr.
Kostnaður annar en fóður, auk áburðar og kálfs 30 —
Fóður sitt, 600 fj. af töðu, borgar kýrin þá með 270 lcr.
það er að segja liún borgar hver 10 pd. af töðu, sem
lienni eru gefin með 45 aurum.
Við þetta er nú það að atliuga, að margar kýr
mjólka meir en 2500 pt. og borga þá fóður sitt ef til
vill mun betur en hjer er talið; þannig má sjá það, að
Jón bóndi Jóakímsson á Þvcrá í Laxárdal í Þingeyjar-