Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 47
43
hann sje hár; og það er þetta, sem vert væri að at,-
huga.
Það, sem einkum mun hafa vakað fyrir með til-
skipun um lmndahald á íslandi frá 25. júní 1869 og lög
um liundaskatt frá þinginu 1889, er hinn voðalegi skaði,
er sullaveikin gjörir hjer á landi, bæði á mönnum og
skepnum. En með því að fækka hundum, og þar af
leiðandi að þeir yrðu betur hirtir, liefur átt að reyna
að draga Iítið eitt úr sullaveikinni. Þetta eitt er líka
nægileg ástæða til að mæla fram með háum hundaskatti;
þó að heppilegra hefði verið, að leggja aðaláherzluna á
að lækna hundana, eða drepa bandormana í þeim. En
vegna þess að áður er svo vel og ítarlega búið að skýra
þetta atriði fyrir mönnum, einkum af dr. J. Jónassen
og dr. H. Krabbe, þá geng jeg fram hjá því, svo að
þess betur verði liægt að skoða þær hliðar málsins, er
enn hetur lítið eða ekkert verið hreyft við.
Það er einkennilegt, hve fáir virðast liafa athugað,
livað kosti að fæða hundinn. Jeg veit ekki svo fá dæmi
til þess, að hafðir hafa verið þriðjungi eða helmingi
lieiri hundar á bæ, en þörf var fyrir, ef þeir hefðu ver-
ið vænir. Um þetta var ekki liugsað. En þegar tveggja
króna hundaskatturinn var kominn á, þá var þeim liund-
um fækkað, er voru fram yfir þarfir. Þetta bendir á,
að margir liafa álitið ekkert kosta að fæða lmndinn yfir
árið, eða að minnsta kosti, að það væru smámunir, hjá
þessu tveggja krónu gjaldi.
Jeg þori ekki að segja með fullri vissu, livað fæði
handa liundi kostar yfir árið; enda er það nokkuð mis-
munandi eptir því, hver hundurinn cr, og hvernig til
liagar. Óhætt mun þó að fullyrða, að sje hundurinn
viðunanlega haldinn, kostar ársfæði hans að meðaltali
nálægt. 40 krónum. Margir munu segja, að þetta nái