Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 53
49
ið. Sumir fara alveg eptir bendingum, sækja fje upp
á hárra fjalla brúnir; og ef kindurnar fara upp af
þeim, þá rekja þeir slóðirnar upp af brúnunum og sækja
skepnurnar. Þeir reka svo fjeð niður eptir fjallahlíðun-
um, elta aldrei lengur en þarf, og þeim er sagt, og rífa
enga kind. Smalinn gengur því í liægðum sínum nið-
ur á jafnsljettunni og lætur liundinn smala eptir bend-
ingum sínum.
Þar á móti eru aðrir hundar svo illa vandir, að ef
á að senda þá á burtu, og þeir sjá ekki kindurnar, þá
æða þeir móti manni og gelta framan í hann, en ef
þeir sjá kindurnar, þjóta þeir til þeirra, án þess að
hlýða nokkrum bendingum, reyna að komast fram fyr-
ir þær, beygja því kindurnar opt af rjettri stefnu. Sum-
ir liundar eru líka svo þráeltnir, að þeir elta skepn-
urnar, hvernig sem þeir eru skammaðir, þar til þeir eru
orðnir þreyttir sjálfir. Opt þarf því smalinn að elta
kindurnar tífalt lengri veg, en ef hann hefði gengið
fyrir þær í fyrstu, án þess að senda hundinn. Stund-
um hefst líka meira ógagn af þessu. Ef kindur eru
t. a. m. mjög hundhræddar og torfærur eru á Ieiðinni,
þá kemur það fyrir, að þær hlaupa fram af hömrum,
út í ár eða aðrar torfærur og farast þar, eða komast
á þá staði, að smalinn getur eigi náð þeim.
Aptur á móti eru þess dæmi, að hundar sjeu svo
vel vandir, að liægt sje að senda þá að heiman, til að
smala ám á sumrum, og að þeir reki þær með tölu
heim á- kvíabólið. Er því mikill munur á þessum hund-
um og þeim, er hlaupa ótilkvaddir út, í hagann, elta
þar kindur, opt til mikils ógagns, og skaðrífa þær
stundum.
Einnig þekkja menn nokkrar sögur um vel vanda
hunda, er hafa bjargað lífi og eignum manna, gegnt
BúnaðaiTit. V. 4