Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 54
50
vandasömum störfum og unnið margvíslegt gagn, sem
ótrúlegt mætti virðast að hundar bæru skyn til að fram-
kvæma. Sögur um þetta má lesa í Dýravininum og
víðar.
Dað liggur þvi í augum uppi, hve afarmikill mun-
ur er á hundunum. Vænn hundur vinnur á sumum
heimilum eins mikið gagn yfir árið og fullkominn vinnu-
maður, og jafnvel meira. Hann vinnur því ef til vill
100—300 kr. árlegan hag, þar sem ónýti hundurinn er
að eins til skaða og skapraunar.
Hjer á Iandi eru vinnukraptar litlir og flest viuna
dýr. Skiptir því mjög miklu, ef hundarnir væru vand-
ir svo, að hægt væri að láta þá gegna ýmsum störfum,
er verður að láta menn vinna nú. En vel vaninn hund-
ur er ekki lengi að vinna nokkurra króna virði fram
yfir líttvaninn eða óvaninn hund, eins og þeir tíðkast
flestir nú. Jeg er því sannfærður um, að ef rækt væri
lögð við hundana, þá liði ekki á löngu þar til þeir
borguðu sjálfir með aukinni vinnu mikið meira en það,
sem nemur þessum háa hundaskatti. Skatturinn yrði
því hreinn þjóðarhagur, og í einstöku sveitaríjelagi gætu
hundarnir óbeinlínis borið öll sveitarþyngslin.
Þá er að athuga, hvort hægt sje að venja íslenzka
hunda svo, að þeir verði eins vænir og útlenzkir hund-
ar. Þessu er erfitt að svara; því að þótt stórkostlegt
sje til að hugsa, þá veit jeg ekki dæmi til, að nokkru
sinni hafi verið reynt með fullri alúð og lægni að venja
íslenzkan hund. Það er að segja, með árvekni, sem við
það er lögð í útlöndum. Allar líkur eru þó til, að ein-
stöku hundar hjer standi alls ekki á baki erlendum
hundum, að því er vit og auðsveipni snertir. Yms dæmi
eru til þess, að sumir menn hafi gjört hunda að beztu
fjárhundum. Aðrir hafa kennt þeim að sækja á landi og