Búnaðarrit - 01.01.1891, Side 56
52
því að þótt hann þegði og hreyfði sig ekki, meðan jeg
var úti, fór hann þegar á kreik og hann heyrði til mín.
Þ»egar jeg sá, að hvolpurinn var búinn að taka tryggð
við mig, fór jeg að hafa gaman að honum og vildi
reyna að kenna honum smálistir. Fyrst reyndi jeg að
láta hann skilja orðin koma og fara, og ýtli jeg honum
frá mjer og dróg hann að mjer með hendinni. Að
skilja þessi tvö orð og hlýða þeim þurfti hvolpurinn
um hálfan mánuð, og ítrekaði jeg þetta þó opt á hverj-
um degi. Á þessu tímabili varð hvolpurinn sjáandi.
Þá fór jeg að segja honum að sitja, standa og liggja;
stjórnaði jeg honum auðvitað með höndunum til þess;
en nú var hann lítið eitt fljótari að læra en áður. Þá
vandi jeg hvolpinn við að sækja og fara með smáhluti.
Jeg setti hlutina upp í liann, hjelt þeim þar og stýrði
honum svo á þá staði, er jeg sagði honum að fara til.
En til þessa þurfti hann alllangan tíma og mikla æf-
ingu. Þar á móti komst hann fljótt upp á að sækja
bollann, sem honum var gefið í, og svo komst hann smátt
og^smátt upp á að fara með hann til þeirra manna, er
jeg sagði honum. Þegar hvolpurinn var um tveggja
mánaða gamall var liann mjög leikinn með bollan sinn
og að rjetta fram löppina til að þakka fyrir, þegar hou-
um var gefið.
En nú fóru fleiri að liafa gaman af livolpinum en
jeg. Sumir vildu fara að kenna honurn eða láta liann
vinna það, er jeg liafði kennt. Jeg fann, að þetta ætl-
aði þegar að gjöra hvolpinn þrjóskari og skemma hann.
Fór jeg því að hafa hann í húsin með mjer á daginn,
enda vildi Garmur litli, en svo nefndi jeg hvolpinn,
hvergi vera nema hjá mjer.
Um miðjan einmánuð fór jeg lítið eitt að lileypa
kindum út, og þegar jeg stóð yfir þeim, hafði jeg bezta