Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 57
53
tækifæri til að æfa hvolpinn Jeg var líka svo heppinn,
að hafa hygginn og vænan fjárhund, sem þar að auki
var allgóður að sækja smáhluti. Yandi jeg því Garm
á að sækja með honum, og var eigi svo lítill ljettir að
því að geta vanið liann með öðrum hundi. Enn hafði
jeg ekki vanið hvolpinn á að sækja á vatn, og var
liann að sjá mjög hræddur við það. En norðvestur af
bænum var alllangt sýki, sem jeg gat stokkið yfir, en
hvolpurinn ekki. Eitt sinn, er jeg kom frá kindum,
stökk jeg yfir sýkið og skildi hvolpinn eptir; hann bar
sig mjög iila, en heldur en að missa af mjer, lagði
liann í það. Þetta ljek jeg svo nokkrum sinnum, þar til
hvolpurinn var orðinn óhræddur við að synda yfir sýk-
ið, og gekk mjer þá vel að fá liann til að sækja á
vatn; og þegar hann var þriggja mánaða gamall, var
liann orðinn jafn að sækja á vatni og landi.
Þegar hjer var komið, fannst mjer, að með tíð og
tíma mætti flest kenna Garmi; hann var alltaf fljótari
og fljótari að læra hvað eina. Hann var vel búinn að
læra það, sem langmestu skiptir, en það var að hlýða.
Jeg hafði mikið gaman af því, þegar jeg byrjaði að
kenna seppa eitthvað nýtt, þá sat hann og horfði liugs-
andi á mig, en þegar hann var búinn að skilja það og
gjöra það einu sinni rjett, varð hann ósegjanlega kátur.
Jeg hafði aldrei barið Garm og aldrei sneypt liann. En
þegar hann var óþægur eða gjörði lakar en jeg áleit
að liann skildi, leit jeg þykkjulega til hans og skipti
mjer ekkert af lionum dálitla stund, og var honum þetta
nægileg hegning. En þegar Garmur var sem auðsveip-
astur og námfúsastur, kjassaði jeg hann og ljek mjer
við hann, og stundum liafði jeg mat með mjer, til að
gefa lionum.
Þegar Garmur var kominn á fjórða mánuð, var