Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 65
61
öllum þeim stöðum á laudinn, bæði við sjó og fjarri hon-
um, þar sem bráðafárið gjörir vart við sig eða gengur,
því það stuðlar til að komast fyrir liina sönnu undirrót
og eðli sýkinnar og er læknunum alveg ómissandi1. Hin-
um lærðari, [sem um bráðafárið hafa ritað, kemur
reyndar að mestu saman um það, að sjúkdómurinn
„liggi í blóðinu“ (Snorri), sje því blóðsjúkdómur; Hjalta-
lín sálugi áleit hann náskyldan innyfla-typhussóttinni eða
taugaveikinni, og ber þeim að því leyti þar saman, með
því að taugaveikin er nú almennt skoðuð sem sjúkdóm-
ur í blóðinu, og í samkvæmni við það eru ráðlegging-
ar þeirra á ýmsum sýrum, sem rotnun og blóðspilling
eru verjandi, bæði sem varnarlyf og lækningalyf við
sýkinni. Hinn núverandi landlæknir vor hefur sterkan
grun á, að eitraðar bakteriur, komnar í blóðið, sje undir-
rót sjúkdómsins, og allir eru þeir hræddir um afsýking
(Smitte) fársins, jafnvel þó reynslan sýnist mjög óglöggt
eða alls ekki til þess benda. Þetta eru menn hjer
til þessa raunar lengst komnir, en það er helzt til
skammt. En aðrir, og þar á meðal margir hinir greind-
ari af búandlýðnum, álíta, að sjúkdómurinn liggi í melt-
ingarfærunum, sje hreinn og beinn meltingar- eða maga-
sjúkdómur, fyrst stafandi einkum af strembinni, þurri og
óhollri fæðu, hvort sem úti er eða inni, sem, - þegar fleiri
atvik, sem meinleg eru lieilsu fjárins, koma til, svo sem
veðrabreytingar, snöggleg umskipti hita og kulda o. s.frv.,
— hleypi sjúkdómnum á stað, stýflunni og uppþornun-
inni í innyflunum, og blóðsýkingin sje svo afleiðing af
því (secundær), sem er næsta líklegt, því að þegar
1) Að vjer ekki bindurnst orða um það í sambandi við þetta,
hvorsu alveg óumflýjanlega nauðsynlegt nú er orðið, að dýralæknar
roglulegir væru að minnsta kosti einn i hverjum landsfjórðungi til
þessa og íioira.