Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 73
69
steinsreyk, eða tjörureyk í þeim, bæði áður en taðið er
stungið út úr þeim og svo rjett á eptir, og hið sama
skal gjöra að haustinu einu sinni rjett áður en fje erá
hús tekið. Aðrir geta notað klórreyking, ef vilja, og
þeir, sem hvorugt kynnu að liafa, eða hinir fátækustu
mættu brenna enn öðru, er mikinn reyk og svælu gjörir,
og loka vandlega og byrgja húsin á meðan. Síðan viðra
þau vel. Petta allt skyldi og ítreka með klórkalkið og
brennisteininn að vetrinum til, helzt þá er fjenu er fár-
hættast.
2. í votviðraplássunum taki menn sig nú saman
að haustinu og gangi svo frá veggjum og þekjum fjár-
húsa sinna, að hvorki regn- nje hlákuvatn streymi inn
um þau, svo að sú ófæra meðferð mætti takast af, þeg-
ar fje er á hús komið, sem á sjer stað, að reka það út
úr húsunum í sjálfum illviðrunum, jafnvel undir nóttina,
sem hverjum manni er auðsætt að er berasti heilsu-
spillir fyrir skepnurnar. Menn gleymi ei, að fjárliús
öll skulu vera víð og svöl, ekki þröng nje heit, og ef
mögulegt er, haldist hjer um bil þurr, og þó aldrei mjög
mylsnuð vegna uiiarinnar. Aldrei skyldi þröngt í hús-
unum vera og einkum aldrei þrengra í einn tíma en
annan, ef liægt er.
3. þegar hýst er, en hrim eða hjéla er mikil á jörðu
með morgninum, eða hart þurrafrost ofan á þíðn, þá
skal ekki láta fjeð út fyrr en hrímið er nokkuð upp-
tekið, ef kostur er, eða þá seinna en vant er, og gefa
á meðan góða tuggu af heyi, jafnvel þó næg útijörð
(beit) sje. Sje hey fyrir hendi að eins mjög skrælt, dauft
eða mygglað, þá skal selta það dálítið með muldu salti
eða heldur saltlegi, sem um það er dreift, og viðra hið
mygglaða fyrst ef hægt er.
4. 011 hýsing og útlátning húsafjár sje scm rcglu