Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 83
79
unni 1. a, að þótt ýmsir kvarti og kveini yfir gjöldum
þeim, er á, búunum hvíla, og álíti, að þau sjeu búin að
gjöra og gjöri búskapinn lítt mögulegan, þá sje þetta
illa rökstutt og ástæðulítið, því allmörg dæmi sýni, að
búskapurinn sje eigi að eins mögulegur vel, heldur og
að á lionum megi græða töluvert. En aptur á móti
kvaðst liann ætla, að menn skoðuðu almennt eigi nógu
rækilega, á hverju væri hægast að græða á hverjum
stað. Eitt af mörgu, sem ljóst ætti að vera, væri það,
að eigi hentaði á öllum jörðum að hafa kýr og ær í
jöfnum hlutföllum livort til annars, því að til dala og
upp til fjalla væru gagnsmunir af kúm opt rýrir á móti
tilkostnaði, en góðir af ám, en til lágsveita þá væri
þetta öfugt. Kvaðst hann og þekkja þess dæmi, að
menn hefði grætt mjög mikið á fjárbúum til fjalla, þar
sem eugin kýr hefði liöfð verið, og benti á nokkur slík
dæmi.
Viðvíkjandi spurningunni 1. b, um kindarslátrið, ljet
Hermann Jónasson það álit sitt í Ijós, að það á móti
öðrum mat væri lijer um bil þrisvar sinnum meira virði
í búið, en sem það hefði hingað til verið metið eða selt,
— og ýmsir aðrir voru þessu samdóma.
Ólafur Sigurðsson ljet það álit sitt í Ijósi, viðvíkj-
andi kálfunum, að skynsamlegra myndi að ala vorborna
kálíinn til hausts, en að farga honum strax, þvi þó að
það ef til vill, eigi væri reikningslegur hagnr að láta
hann lifa, þá yrði þó reyndar hagur af því, með því að
matur sá, er kálfurinn fengi að sumrinu, myndi eigi
skerða búsældina, en töluvert frálag í kálfinum að liaust-
inu. Kvaðst hann opt hafa fengið 100—110 pd. afkjöti
af slíkum kálfum; slátrið myndi eigi of metið á 4 kr.,
en skinn af þeim væri allvænt.
Fundi frestað.