Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 86
V
3. Kristinn Guðlaugsson, úr Þingeyjarsýslu (f. 1:!/n 1868),
sonur Guðlaugs bónda Jóhannessonar á Þremi (ný-
sveinn).
4. Jón Guðmundsson, frá Yöglum á Þelamörk í Eyja-
fjarðarsýslu (f. 'J8/8 1868), sonur Guðmundar bónda
Hafliðasonar á Vöglum (nýsveinn).
5. Tómas Pálsson, frá Bústöðum í Skagafjarðardölum
(f. 7/io 1869), sonur Páls bónda Andrjessonar á Bú-
stöðum (nýsveinn).
6. Þorsteinn Jónsson, frá Fornastöðum í Fnjóskadal
(f. á/7 1869), sonur Jóns bónda Jónssonar á Forna-
stöðum (nýsveinn).
7. Guðmundur Jónsson, f'rá Heiðarhúsum í Eyjafjarðar-
sýslu (f. 7/13 1869), sonur Jóns bónda Einarssonar á
Heiðarhúsum (nýsveinn).
Framkvæmdir skólans í jarðabótastörfum
yfir árið voru þessar;
1. Grafnir afveizluskurðir á engi 418 faðmar 6999
ten. fet.
2. Grafið lokræsi 37 f'aðma, þar af leirpípur í 15 föðm.
og möl í 22 föðm.
3. Sljettað í túni 990 □ faðmar.
4. Hlaðnir flóðgarðar 86 faðmar 2510 ten. fet.
5. Hlaðinn túngarður 15 faðmar á lengd; tvíhlaðinn.
Matjurtagarðar voru ræktaðir, sem að undanförnu,
og varð uppskeran lítil sökum þess, að þegar nýbúið
var að setja niður í garðana, kom frost, sem skemmdi
uppskeruna. í ágústmánuði kom einnig 5 stiga frost
og kippti það mjðg úr vexti kartaflanna. Af rófum
varð uppskeran 1800 pd., af jarðeplum 100 pd.