Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 89
85
var einkum viðhöfð Islands Fiora (Chr. Grönlund). Chr.
Feilberg: Organisk og uorganisk Kemi.
í neðri bekk var lesið: Um eðli og heilbrigði Iík-
amans eptir Dr. Jónassen, ágrip af náttúrusögu eptir
Pál Jónsson.
í garðrœldarfrœM var lesið fyrir um matjurtagarða
og matjurtaræktun.
í hagfrœði var í ueðri bekk lesið fyrir umbúreikn-
inga, en í efri bekk ýmsar hagfræðilegar athugasemdir
viðvíkjandi búnaðinum, um gildi matvæla og notkun
þeirra.
í Dönslm var lesið í neðri bekk: Dönsk lesbók
eptir Jón Þórarinsson og Jóh. Sigfússon ásamt helztu
atriðum danskrar málfræði. í efri bekk voru lesnir
kaflar úr ýmsum döuskum bókum og nokkuð fengizt við
stílagjörð.
í Islenzlm var lesið í neðri bekk: Ritreglur eptir
Y. Ásmundsson, nokkrir kaflar úr Wimmers Oldnordisk
Læsebog o. fl. bókura. Nokkrir stílar voru gjörðir.
í efri bekk voru gjörðir stílar.
í reikningi var í neðri bekk farið yfir 4 höfuð-
greinir í heilum tölum og brotum, þríliðu, prósentureikn-
ing, rentureikning og fjelagsreikning. í efri bekk var
lesinu upp rentureikningur, fjelagsreikningur, blöndun-
arreikningur og kvaðratrót. Reikningsbók E. Briems
var notuð við kennsluna. í flatarmálsfræði var lesin
Flatarmálsfræði eptir H. Briem, en í rúmmálsfræði var
mest farið eptir Praktisk Geometri, indeholdende Plan-
geometri og Stereometri samt Landmaaling afG. Krogh.
í landafrœði var lesið: Ágrip af landafræði eptir
Ed. Erslev. og Lýsing íslands eptir Þ. Thoroddsen.
í sögu var lesið: Ágrip af sögu íslandseptir Þor-
kel Bjarnason,