Búnaðarrit - 01.01.1891, Blaðsíða 92
88
leikanum verður hver sárreiðastur? Og sýn jafnframt,
hvernig sannlekurinn geti orðið sagna beztur.
Y. í reikniiigi:
1. 22440 kr. á að skipta milli 5 manna þannig, að
B. fái þrem sinnum meira en A., D. tveim sinnum meira
en C., en C. þrem sinnum meira en B., og E. tveim sinn-
um meira en A. Hvað fær hver?
2. Þrír menn keyptu í fjelagi skip fyrir 9400 kr. Til
viðgerðar á því lögðu þeir fram 18000 kr., en að því
loknu seldu þeir skipið fyrir 39960 kr. Hve mikið bar
þá hverjum þeirra af söluverðinu, þegar A. liafði lagt
til kaupverðið, B. l/8 af viðgjörðarkostnaðinum og C.
afganginn.
3. Kaupmaður einn skuldar 1000 rm. í Hamborg.
Hvort er honum betra, að senda upphæðina beint til
Hamborgar í krónum, eða í gegnum London, og fá þar
enska peninga til að borga skuldina með, þegar hvert
rigsm. kostar í Hamborg 88 aura, eitt pund sterling í
London 18.10 kr., en 20.40 rigsm. fást fyrir 1 pd. sterl.
í Hamborg, og hver er mismunurinn?
4. Hve marga menn þarf til að slá engjapart á 6
dögum með 8 kl.st. vinnutíma daglega, ef 4 menn þarf
til að slá hann á 8 dögum með 9 kl.st. vinnutíma?
5. Fjelag nokkurt kaupir vörur, sem ásamt 8% p.
a. eiga eptir 9 mánuði að borgast með 1272 kr. Hversu
mikið liefði fjelagið þurft að borga, ef það liefði borgað
út í hönd?
6. Með 5°/0 árlegri rentu og renturentu er upphæð
ein að 3 árum liðnum orðin 1760 kr. Hve mikil var
hún upphaflega?
7. Maður nokkur eyddi 12 kr. árlega í tóbak frá
því hann var 19 ára og þar til hann var 64 ára, og í