Búnaðarrit - 01.01.1891, Síða 107
103
Oarðyrkja er stöðugt að smáaukast. Hretið í júní-
byrjun og næturfrost þar á eptir gerði garðávöxtum
víða allmikinn hnekki, einkum norðanlands, svo að það
dró þar mikið úr uppskerunni. Á Suðurlandi mun hún
hafa verið í góðu meðallagi.
Jarðabætur. Um vorið mátti snemma taka til
jarðabótavinnu, enda munu jarðabætur hafa verið unnar
með meira móti, þótt sjálfsagt minna en skyldi. Styrkn-
um, sem veittur er úr landssjóði til búnaðarfjelaga, var
úthlutað:
til 28 búnaðarfjelaga í Suðuramtinu.
— 17---------- i Vesturamtinu.
— 39---------- í Norður-og Austuramtinu.
Eða til 84 búnaðarfjelaga á landinu, og sýnir þetta, að
fjelögum þessum fer fjölgandi, og má ætla, að með þeim
bæði aukist áhugi á jarðabótum og jarðabætur fari eigi
alllítið vaxandi.
Á búiiaðarskólunum varð engin breyting frá því,
sem var árið áður, skólastjórar hinir sömu sem þá, og
allmargir námssveinar í þeim. Frá Hólaskóla útskrif-
uðust um vorið 4, frá Eiðaskóla 6, og nokkrir frá Ól-
afsdalsskólanum.
Ritgjörðir, er snérta búnað til lands eða sjávar,
sem komið hafa út þetta ár:
Búnaðarrit. Útgefandi Hermann Jónasson. III.—IV.
ár. Rvík 1890.
Fiskiveiðamál III., eptir Odd V. Gíslason. Rvík
1890.
Leiðir og lendingar í tiskiverum Islands. I. Frá
Jökulsá á Sólheimasandi til Reykjaness. Rvík, 1890.