Búnaðarrit - 01.01.1891, Page 111
Smávegis.
Skepnuþyngdarmælir. Það er opt nauðsynlegt,
að vita þyngd bæði nautgripa, ldnda og jafnvel hesta,
þótt það sje ekki almennt hjer á landi. Það ætti að
vera almenn regla að vega fóðrið lianda búpeningnum,
þegar hann er hafður á gjöf, og þá er eigi að eins fróð-
legt, heldur einnig að ýmsu leyti nauðsynlegt að vita,
hve mikið skepnan þyngist eða ljettist eða hvort hún
stendur í stað við þá eða þá fóðurþyngd, því að það
gefur mönnum áreiðanlega bendingu um, hvort fóðrið er
hæfilega mikið, hvort draga má af því eða þarf að
auka það. Það er og nauðsynlegt að vita þyngd skepnu,
sem á að slátra, til þess að geta sjeð, livað hún muni
leggja sig, enda er það orðið almennt víða erlendis, að
búpeningur, hvort, sem það eru nautgripir eða sauðfje,
er selt eptir þyngd þeirra. í Ameríku t. d. eru bú-
peningsvogir á vissum stöðum við borgirnar, bæina og
þorpin, þar sem hver sem vill getur gengið að og veg-
ið skepnur sínar, og geta þessar vogir verið þar hand-
hægar, en hjer á landi mundu þær aldrei geta orðið al-
mennar sökum þess, hve dýrar þær eru og hve óhand-
hægar þær mundu verða í öllum flutningum.
Aptur á móti getur Norslc Landniandsllad 23. apr.
þ. á. um nýfundið verkfæri eða áhald mjög svo lient-
ugt, til að ákveða þyngd skepnanna, sjerstaklega þyngd
skrokksins af skepnunum slátruðum, en lifandi þunga
skepnanna má einnig ákveða með því; það kvað, eptir