Búnaðarrit - 01.01.1891, Qupperneq 112
108
því sem stendur í nefndu blaði, vera mjög riákvæmt.
Það fer ekki meira fyrir því en svo, að það er geymt
í lítilli pappöskju og kostar ekki meira en 4 kr. 25 a.
Það er nefnt í blaðinu /'creatnrvœgtmáler og mætti ef til
vill kalla það slcepmtþyngdarmœlir; það fæst lijá manni
þeim, sem það liefur fundið upp, lautnant J. Kjelleström,
Kalmar í Svíþjóð.
Stacliys tulbcrifcra heitir planta ein, sem fyrir
skömmu er flutt frá Japan til Evrópu, áþekk kartöpl-
um. í Englandi og Frakklandi liefur hún verið ræktuð
nokkur ár og er ncfnd þar crosnes. í Þýskalandi hef-
ur hún einnig verið ræktuð í stórum stýl. Hafa sum-
ir hælt henni allmikið og jafnvel haldið, að hún mundi
verða hættulegur keppinautur fyrir kartöplurnar. í Nor-
egi liafa verið gjörðar tilraunir með þessa plöntutegund,
sem hafa heppnazt vel og benda á, að hún muni geta
vaxið hjer á landi. í Norsk Landmand&blaS Nr. 19. og
21, 8. og 21. maí þ. á. og fleiri tölublöðum er skýrt frá
þessum tilraunum í Noregi, og segir þar mcðal ann-
ars í skýrslu, dags. 28. apr. þ. á.: „í fyrra fjekk jeg
frá fræverzlun einni í Berlín fáeina hnúða af stachys
tuberifera; litlir voru hnúðarnir, illa búið urn þá, og það
var komið fram á vor, er jeg fjekk þá. Það var því
ekki furða, þótt sumir „spíruðu" ekki. En þeir, sem
spíruðu", þroskuðust vel. Jeg setti þá niður og fór að
öllu með þá, eins og karlöplur, því að jeg hugsaði sem
svo, að ef planta þessi yrði eigi yrkt með þessari vanda-
lausu aðferð, þá mundi naumast borga sig fyrir bænd-
ur að rækta hann. En það bar ekki á öðru cn liún
kynni vel við sig og þroskaðist vel með þessari rækt-
unaraðferð.
Um haustið tók jeg nokkrar þeirra upp og geymdi