Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 3

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 3
bdnaðabkit Brot úr ferðasögu. Síðastliðið sumar ferðaðist jeg, ásamt Guðjóni Samúels- •syni húsameistara, víðsvegar um Norðurlönd, til þess að skoða skipulag sjúkrahúsa og gerð þeirra. Jeg hafði allan vilja til þess, að hyggja að húsakynnum alþýðu í för þessari, og kynna mjer yfirleitt þær nýjungar í húsagerð, sem iiklegar þættu til þess að koma hjer að notum, en gat minna sint því en skyldi. Sjúkrahúsin urðu að sitja fyrir öðru og tíminn var takmarkaður. Utveggjagerð var eitt af aðalmálunum, sem rædd voru á fundi norrænna heilbrigðisfræðinga í Höfn. Skyldu tveir hefja umræður, Nandelstadh, verkfræðingur frá Helsingfors í Finnlandi, og próf. Lumbye við fjöllistaskóiann í Höfn. Nandelstadh skýrði aðallega frá því, að Finnum hefði tekist að gera álitlegan pappa, til þess að klæða veggi með o. þvíl. Voru lofthólf milli laga i honum og pappalagið því allþykt. Ekki gat hann um verð á hon- um, en annars er þetta ekki nýmæli, því margar til- raunir hafa verið gerðar í þessa átt og engin komið að verulegum notum. Jeg tel því hæpið, að þessi finski pappi verði til mikilla íramfara. Því miður voru engin sýnishorn af honum. Þá hjelt próf. Lumbye langt erindi og fróðlegt. Hafði hann þakið heilan vegg með töflum og línuritum til skýringar máli sínu, áður en hann tók til máls, og auk þess stóðu þar á borði tveir tilraunakassar, er áttu að 15

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.