Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 12

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 12
234 BÚNAÐARRIT hesthús og svínahús á neðsta gólfi, en hey- og korn- hlaða á lofti. Fyrir öðrum enda hlaðsins var fjósið, fyrir 8 kýr, og hlaðan. Var hún að nokkru við enda fjóssins, en hey annars geymt á lofti uppi yfir kúnum. Við hinn enda hlaðsins stóð lítið smíðahús og annað ekki. Spöl- korn frá þessum „heimahúsum" stóð stórt, tvílyft timbur- hús, eflaust 30 álna langt og 12—14 álna breitt, og kippkorn frá því gamall smiðjukofi. Alls voru þá 8 hús á bænum, og 4 þeirra stór. Bæjarstæðið var í halla, hiaðinu hallaði til muna. For var þar litlu minni en hjá oss og lítið um göngustjettir. Alt skipulagið var ber- sýnilega gert eftir gamalli venju í dalnum, og lítt tekið tillit til þeirra leiðbeininga allra, sem norskum bændum hafa verið gefnar um bæjabyggingar. Menn eru víðar vanafastir og sofandi en á íslandi! Herbergjaskipun í íbúðarlmsinu var svo einföld, sem frekast mátti. Húsið sjálft var nokkuð komið til ára sinna, og hafði upprunalega verið um 16 álnir á lengd og 12 á breidd1). Því var blát.t áfram skift í tvö her- bergi. Annað tók yfir alla brefdd hússins og var stærra (um 10X12 álnir). Það var baðstofan, eða aðal-íbúðar- herbergið. Var loft í nokkrum hluta þess, um 3 álnir á lengd, en í hinum hlutanum ekkí neitt, og sá þar upp í rjáfrið. Var þar loftgott og ærið hátt undir loft, því þó aðalveggir væru ekki ýkja háir, var nokkurt „port“ á húsiriu. Upp á loftið gekk lausastigi, og var honum skotið upp í hurðarlaust loftið, er ekki þurfti um hann að ganga, en á loftinu undir súð beggja megin voru 2 rúm. Var allur þessi umbúnaður mjög óbrotinn, og ekki vandaðri en vænta mætti langt uppi í sveit hjer. Um búnað stofunnar var það annars að segja, að borð var þar sterklegt í öðru horni dyramegin og breiðir fasta- bekkir meðfram veggjum á tvo vegu við það. Þá var og allstór lokaður skápur fyrir húsfreyju. í horninu and- 1) Stærðirnar eru að nokkru leyti ágiskun og ekki nákvæmar.

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.