Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 16

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 16
238 BÚNAÐARRIT um það rösklega af sjer vikið, en hjelt þó að Norðmenn myndu slá litlu minna með sínum tækjum. Ljárinn var með sjálfgerðum baklca, og er sú gerð kunnug hjer. Rífleg húsmenska. Jeg hefi áður getið þess, að skamt frá sjálfum bænum stóð stórt tvílyft timburhús. Þegar jeg hafði skoðað bæjarhúsin, skildi jeg síst til hvers það væri- Bóndinn fræddi mig á því, að þar byggi móðir sín í húsmensku. Hefði hann bygt hús þetta handa henni, er hann tók við jörðinni, og einnig nýtt stafabúr, svo hún gæti haft alt sitt fyrir sig. Kvað hann þa,ð vera venju, að þegar gömlu hjónin eða ekkjan hætta búskap, þá hefðu þau hús og stafabúr fyrir sig. Eftir stærð hússins að dæma, taldi jeg sjálfsagt að ekkjan ræki bú- skap á nokkrum hluta jarðarinnar og hefði allmargt heimafólk, en svo var þó ekki. Hún fjekk eftirgjaldið af jörðinni í landaurum, byggi, mjólk o. fl. nauðsynjavörum, og bjó, að því mjer skildist, ein í þessu stóra húsi. Jeg ijet undrun mína í ijósi við bónda yfir því, hvers vegna hann hefði bygt svo stórt yfir gömlu konuna. Sagði hann mjer, að það hefði nú í raun og veru verið bann- sett vitleysa, hún hefði ekkert með þessi húsakynni að gera, nema ef hún gæti leigt einhverjum sumargestum, sem vildu dvelja í sveitinni. Hefði hann mest farið eftir þeim gamla sið, að byggja risulega yfir gamla fólkið- Þótti mjer þetta ekki allskostar ótrúlegt, eftir öðru at- viki. Þegar bóndinn bygði gestastofuna, þá sagði hanri að sjer hefði gleymst að sjá fyrir dyrum og uppgöngu á loftið yfir henni! Yæri það því ónýtt. Undarlegast var, að slíkt hugsunarleysi skyldi henda smið og hagleiks- mann. Býst jeg tæpast við, að slíkt hefði viljað til hjer á landi, þó víða sje pottur brotinn. Búskapurmn. Af búpeningi hafði bóndi þessi 8 í fjósi og 16 svín, 2—3 hesta, og annað ekki, svo jeg vissi. Við þetta bættist, að akrar hans gáfu honum 30 tunnur af byggi og höfrum, og mikið af kartöflum. Var þetta mikill búbætir. Myndi bændum vorum þykja mikils um

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.