Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 22

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 22
244 BÚNAÐARRIT þannig inn til kynbóta samtímis og hvað á eftir öðru arabiska og enska reiðhesta, og belgiska og breska dráttarhesta. Öllu þessu var blandað samap við hross þau, er heima-alin voru í landinu, í þeim tilgangi að bæta þau sem mest og hraðast, og með því fá hrossa- kyn, sem líkast hinum aðfluttu kynjum. En árangurinn varð alt annað en góður. Heima-öldu hrossin hurfu við þetta, að því er kynseinkenni snerti, en það, sem upp kom i staðinn var ósamræmilegur ruglingur kynfestu- lausra dýra, með meira og minna hvimleiðum göllum. Og það er álit margra búfjárfræðinga, að fyrir þessa sök muni langir tímar líða áður hrossarækt þeirra kemst í gott horf. Hjer á landi eru staðhættir mjög svo ólíkir því, sem víðast er annarsstaðar. Tel jeg það því engum vafa, undirorpið, að kynbœtur búfjár hjá oss, verða að byggj- ast eingöngu á hinum lieimaöldu búfjárstofnum vorum, ef vel á að fara. Hjá oss eru kynbætur mjög skamt á veg komnar. Enn sem komið er, eru umbótastefnurnar óakveðnar, og er því stundum rifið niður með annari hendi — ef svo mætti segja — það, sem upp er bygt með hinni. Skal jeg í þessu sambandi minnast lítið eitt á hrossa- kynbæturnar. Eftir staðháttum vorum og þörfum eru kröfur þær tvennskonar, sem vjer gerum til hestanna: 1. Að þeir sjeu stórir og sterkir áburðar- og dráttar- hestar. 2. Að þeir sjeu fjörugir, þolnir og liprir reiðhestar. Og í samræmi við þarfir þessar og kröfur, þarf kyn- bótaviðleitnin að stefna að því: 1. Að fá hestana stærri og sterkari, en þeir eru nú, svo að þeir verði betri dráttarhestar.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.