Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 23

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 23
BtíNAÐARRIT 245 2. Að fá þá hesta, sem til reiðar eiga að vera, sterkari og þolnari, án þess þeir missi fyrir það nokkuð í lipurð, fimleik og fjöri, sem alt eru höfuðkostir reið- hesta, og sem því er áriðandi að fremur aukist en rýrni. En þessar kröfur eru þannig vaxnar, að þær verða ekki samrýmdar nema að nokkru leyti. Fyrsta sporið, er stiga ftarf, ef verulegra umbóta er að vœnta, og án þess öðru livoru sje tefit í voða, er að aðgreina þá hesta, som hæfastir eru að öllu samtöldu til dráttar og reiðar, í tvo flokka: akhestaflokk og reið- hestaflokk, og rœkta livorn fiokk fyrir sig stranglega aðskilinn frá hinum. En að þessu hefir þetta ekki verið gert. Á síðari árunum, eftir að söluverð útfluttra hrossa hækkaði, og stærri hestarnir hafa verið borgaðir hærra verði en þeir smærri, hefir mönnum skilist, hve áríðandi er fyrir útlenda markaðsverðið, að hrossin sjeu sem stærst. Áhugi fyrir umbótum er því vaknaður alment. Þetta sýna kynbóta-samþyktir þær, sem á eru komnar í mörgum hjeruðum, einkum þeim, sem ala hross upp til sölu. Að vísu mun mikið vanta á, að samþyktunum sje fylgt sem skyldi, en nokkurt gagn hafa þær þó óefað gert. En að þessu hefir umbótaviðleitnin mestmegnis eða eingöngu miðast við stærðina, vegna útlenda markaðs- verðsins, þar sem hestarnir eru lceyptir til dráttar, og stærri hestarnir eru því borgáðir hærra verði að öðru jöfnu, en þeir smærri. Þetta sýnir sig í því, að menn liyllast nú orðið til þess, að fá stóra graðhesta. Á hitt mun því miður víðast minna litið, að hesturirm sje vel bygður og samræmilega. Þetta er þó ekki minna vert í'yrir útlenda verðið og alt- kostagildi hestsins. Menn verða vel að gæta þess, að verðmæti hestsins, hvort heJdur er til innlendra afnota eða á útlendum markaði, fer eítir starfhæfi hans. En hve staríhæfur hesturinn er,

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.