Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 25
BtfNAÐARRIT
247
að ekki sjeum vjer lengra komnir áleiðis í kynbótum
annars búpenings.
„Betur má Jwí, ef duga skal“.
Ráðunautar Búnaðarfjelags íslands eiga að vera leið-
andi mennirnir í öllum búnaðarframförum landsins. Þeir
eiga að marka stefnurnar og leiðbeina bændum í hví-
vetna. Besta tœlcifœrið til að vinna búfjárrœlctinni gagn
hufa þeir á opinberum búfjársýningum. Samhliða því,
sem þeir dæma um verðmæti dýranna, sem sýnd eru,
ættu þeir að flytja leiðbeinandi fyrirlestra um kynbætur
og til skýringar gera samanburð á sýningardýrunum
og benda á augljósustu kosti og galla þeirra. Þetta væri
ágætur skóli í þessu efni fyrir bændur, og yrði án efa
til að vekja og glæða áhuga þeirra fyrir kynbótum, og
auka skilning þeirra á þeim og nytsemi þeirra. En til
þess að þetta komi að verulegum og almennum noturn,
verður sýningunum að vera svo vel fyrirkomið, sem
unt er eftir atvikum, og þær haldnar nægilega oft.
Þetta er aðal-umtalsefni þessarar greinar, og skal því
nánar að því vikið.
Til þess að búfjársýningar nái sem best tilgangi sínum,
og verði til verulegra framfara í búfjárrækt, þurfa þær
að vera:
1. Bundnar við ákveðin svæði.
2. Haldnar eigi sjaldnar en annaðhvort ár.
3. Hafðar á þeim tíma, sem bændum veitir hægast að
sækja þær.
4. Settar á þann stað, er vel liggur við samgöngum
fyrir alt svæðið, sem sækja á til þeirra.
Auk þessa þarf:
1. Að veita all-há verðlaun, og sæma verðlaunagripum
þau dýr, sem best eru af þeim dýrum, er sýnd eru.
2. Að búa sýningarstaðinn út með sýningar-rjettum,
svo að sýningin geti farið fram vel og skipulega.