Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 29

Búnaðarrit - 01.12.1919, Page 29
BÚNAÐARRIT 251 ingar hafa komið munu kannast viö, hve óþægilegt slíkt íyrirkomulag er. Fyrir þetta umbúningsleysi standa dýrin hjer og þar á dreif — eins og taðhrúgur um tún — og þeir, sem um verðmæti þeirra eiga að dæma, vita ekki hvert helst þeir eiga að snúa sjer. Og menn þeir, sem komnir eru til sýningarinnar til þess að sjá dýrin, eiga með öllu ómögulegt með að kynnast þeim að nokkru ráði eða gera samanburð á þeim. Þetta er þröskuldur á vegi íyrir því, að sýningarnar verði að því gagni, sem vera ætti og verða mætti. Þær ná ekki þeim tilgangi sínum, að glæða áhuga og vera til leiðbeiningar í umbótum á bú- fjárrækt. Menn gerast því tregir til hluttöku í sýningun- um og trúlitlir á gagnsemi málsins, og alt situr í sama horfinu eða miðar lítið áfram. Eina ráðið til að ráða bót á þessu, er að koma á fót íöstum sýningarstöðum með hæfilegum umbúningi á hverju því svæði, sem álitist hæfilega stórt til þess, að sameinast um einn slíkan stað. En staðinn þarf aö útbúa þannig, aö dýrunum verði skipað með reglu í flokka, svo að mönnum geti gefist kostur á að athuga þau i næði. Með því einu móti geta menn borið dýrin saman, og með aðstoð þeirra manna, er um dýrin dæma, og annara fróðra manna í þeim efnum, fengið yfirlit yfir kosti og galla hinna einstöku sýningardýra. Þegar slíkt skipulag er komið á sýningarnar, þá fyrst geta þær — og fyr ekki — náð tilgangi sínum. Að þessu verður því afdráttarlaust að keppa. Erlendis, þar sem búfjárræktarmálum er lengra komið áleiðis en hjá oss, hefir hið opinbera tekið máiið að sjer og komið upp vel útbúnum föstum sýningarstöðum. Hjá oss heflr þessu lítið verið hreyft hingað til. Og það eina, sem jeg þekki til að gert hafi veriö til fram- kvæmda í þessu efni er í Skagafirði. Þar hefir sýslu- nefndin keypt land fyrir sýningarstað rjett við hinn

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.