Búnaðarrit

Árgangur

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 47

Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 47
BtiNAÐARRIT 267 Eins og áður er gstiÖ, var fyrsta smjörbúiö (Selsbúiö) stofnað árið 1900. Seinasta búið, sem stofnað hefir verið, var smjörbú Svarfdæla, 1912. — Stofnuð hafa verið alls 40 smjörbú. Af þeim eru þegar „fallin í valinn* 23. Þau bú sem enn eru við líði, og ekki hafa verið lögð niður, eru þá seytján alls. — En sum þessara búa eru nú þann veg stödd, að litlar líkur eru til, að þau rjetti sig við, jafnvel þó verð á smjöri verði gott fram- vegis. Það sem veldur þessu er það, að bændur í þeim sveitum eru að hætta fráfærum. En það er orðið að bjargföstum átrúnaði hjer á landi, að ekki sje unt að reka smjörbú, nema þar sem fært er frá. Af þessum 17 búum, sem enn eru „uppi hangandi', «ru 8 í Árnessýslu, 6 í Rangárvallasýslu, l í Y.-Skafta- fellssýslu, 1 í Borgarfirði (Hvítárvallabúið, þar sem mjólkurskólinn er), og 1 í Skagafirði. Hjer með fylgir á næstu bls. skýrsla um eignir smjör- búanna og skuldir. Til skýringar skýrslu þessari skal það tekið fram, að verð það sem hjer ræðir um í skýrslunni á smjörskál- unum og áhöldum búanna, er gamalt virðingarverð, miðað við það verðlag, er átti sjer stað á öndverðum ófriðartímanum. Gera má ráð fyrir, að væru skalarnir metnir til verðs, eftir því verði sem nú er á timbri og járni, þá niundu eignir sumra búanna meiri en skýrslan greinir. Þess er að vísu að gæta, að mörg búin, skálar þeirra og áhöld, hafa gengið úr sjer síðustu árin, því litlu hefir verið kostað til víðhalds þeim, og engum áhöldum bætt við. En rýrnunin nemur þó naumast meiru en verðhækkuninni á efni því, sem er í smjörskálunum, og ýmsu skrani, er þeim tilheyrir. Um varasj'oði einstakra búa, t. d. Rangárbúsins, Torfa- staðabúsins o. s. frv., er þess að geta, að vel má vera, að þeir hafi gengið saman síðastu árin, eða að gripið hafi verið til þeirra, til þess að standast árleg útgjöld. Tölur þær, er skýrslan greinir í því efni, eru sem sje,

x

Búnaðarrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.