Búnaðarrit - 01.12.1919, Síða 53
BÚNAÐAftRIT
273
og komið til leiðar. — Þessar umbætur í smjörgerðinni
eru aðallega tvennskonar. Það heflr verið framleitt meira
smjör í landinu en áður var, miðað við málnytu; þrifn-
aðnr allur í meðferð mjóllcur er alment meiri en gerðist
fyrir 20 árum, og smjörverlmnin heflr stórum batnað.
Og í sambandi við bætta smjörverkun er það, að sæmi-
legur markaður fjekkst fyrir íslenskt smjör erlendis, og
um leið hærra verð fyrir það en áður gerðist.
Auk þessa eiga rót sína að rekja til smjörbúanna ýmsar
nýjungar í búnaði, er stóðu í sambandi vlð starfsemi
þeirra, og ruddu sjer til rúms á næstu árum eftir alda-
mótin síðustu. Má þar meðal annars nefna notkun
vagna og akstur.
Smjörbúa-fjelagsskapurinn undirbjó, beint og óbeint,
sláturhúsa-fjelagsskapinn hjer á landi. Smjörbúin ruddu
þar brautina.
Fleira gott mætti nefna, er af smjörbúa-fjelagsskapnum
leiddi, og miðaði til umbóta í búnaði. — En hjer skal
eigi íarið lengra út í þá sálma.
Hitt er víst, að ef smjörbúa-fjelagsskapurinn iíður
undir lok, kemur kyrstaða, eða öllu heldur afturför í
alla smjörgerð hjer á landi. Verklega kunnáttan í smjör-
verkun, sem mjólkurskólinn kom tíl leiðar, hverfur smátt
og smátt. Það verður hætt að vanda smjörgerðina, er
frá líður, eigi síst þegar af þeirri ástæðu, að ekki verður
um sölu á smjöri að ræða til útlanda, þegar smjörbúin
leggjast niður. Það er meira að segja farið strax að
brydda á því. Mjer hafa tjað skilorðir menn, er finna
„hvað feitt er á stykkinu", að síðan tók fyrir útflutning
á smjöri, og farið var að selja „rjómabússmjörið" innan-
lands, hafl verkun þess hnignað eða farið aftur. Og um
smjör frá einstökum heimilum er svipað að segja. Það
er ekki eins gott og það var fyrir stríðið.
Það má vel vera, að þetta stafl að einhverju leyti af
því, hvað eftirspurnin heflr verið mikil nú að undan-
förnu, og smjörverðið hátt. Aukin eftirspurn eftir hvaða
18