Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 60

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 60
280 BtiNAÐARRÍT svo sem áður er sýnt. Viðlagasjóður hefir þar engu tapað fram að þessu. Alþingi verður nú á ný að heimila lán með góðum kjörum, tii Þess að endurbyggja smjörskálana, þar sem þess þarf, og til kaupa á nýjum áhöldum. Það er óhjá- kvæmilegt. Um smjörsöluhorfurnar í Englandi er erfitt að segja nokkuð, nú sem stendur. Fram að þessu hefir ekki, síðan tók fyrir útflutning á smjöri, svarað kostnaði að senda smjörið út. Verðið á því var í Englandi í haust kr. 5,00 —5,50 kg. En síðan mun það hafa eitthvað hækkað. Ástæðan til þess, að verðið á smjöri í Englandi er — eða var — ekki hærra en þetta, er meðal annars sú, að tímarnir eru erfiðir hjá vinnulýðnum, og getan til að eignast smjör, lítil. Auk þess hefir smjörlíkisgerðinni fleygt þar fram á síðustu tímum, og fólkið lært að nota það til viðbits. Enn er það, að Englendingar hafa nú siðari árin lagt stund á nýrækt, og ræktað mikið af landi, er áður var lítt ræktað eða í órækt. Og um leið hefir þá kúnum iítið eitt fjöigað, og smjörframleiðslan aukist. Heita þeir verðlaunum á hvert smjör-kílógram sem verkað er til sölu. Er þetta vitanlega gert, til þess að hvetja menn til kúaræktar og smjörgerðar, svo að minna þurfi að flytja inn af smjöri frá öðrum löndum. Hitt er þó talið víst, að þessi smjöraukning nái skamt til þess að fullnægja smjörþörfinni, er fram í sækir, og hagur þjóðarinnar batnar, og getan til að kaupa, eykst hjá almenningi. Innflutningur á smjöri til Englands minkaði mjög eftir að ófriðurinn hófst. En það er búist við, að hann aukist á ný, eins og þegar er getið, og verði eftir nokk- urn tíma svipaður því, sem var fyrir stríðið. Á þessu byggja Danir, og fleiri þjóðir, sínar smjörsölu-vonir í Englandi. 'Til Englands var ílutt af smjöri frá ýmsum löndum í enskum vættum (50,8 kg. vættin) sem hjer segir:

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.