Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 63

Búnaðarrit - 01.12.1919, Side 63
BÚNAÐARRÍT 283 úr sem veruleg kynbótaætt. En næstliðið haust var gott fje flutt frá Svartárkoti í Bárðardal að Odda. Hvernig það fje reynist þar, er enn ekki fengin reynsla fyrir; en góðir hrútar sáust þó þaðan í haust þar eystra. í Mýr- dalnum batnar fjeð, og virðist mest bera þar nú á fjár- ætt frá Reynisdal, og er hún einkum út af hrút, er keyptur var þaðan úr Dölum, og var hann af Kleifar- kyninu. Til athugunar skal þá næst geta þess, hverjir áttu hrúta þá, er hlutu fyrstu verðlaun á þessum sýningum. í Gnúpverjahreppi átti Margrjet Gísladóttir á Hæli annan hrútinn, en Ágúst Sveinsson á Ásum hinn; voru þeir báðir ættaðir frá Kárastöðum. í Hraungerðishreppi átti Guðmundur Bjarnason, Túni, 1; Sigurjón Steinþórs- son, Króki, 1; Gísli Jónsson, Stóru-Reykjum, 2; Þorsteinn Sigurðsson, Langholti, 2; Illugi Jóhanns3on, Laugum, 2; og sjera Ólafur Sæmundsson, Hraungerði, 1. Yoru þessir hrútar allir ættaðir frá fje Þorsteins í Langholti, af þess- ari Langholts-ætt, sem fyr er getið. Hrútur Sigurjóns í Króki var alira bestur, enda besti hrútur, sem jeg hefi sjeð, uppalinn á Suðurlandi. Yar hann ekki falur fyrir þúsund krónur, og lýsir það áhuga fyrir fjárræktinni. Sýning þessi í Hraungerðishreppi var sú allra besta, sem jeg hefi sjeð sunnanlands. Þar voru veturgamlir hrútar, er vógu 150 pund, og voru heimagengnir þar í Flóanum. Hefði það einhvern tíma þótt „fyrir sögn“, og er þetta skýr vottur þess, hversu bæta má fjeð. — Hrútinn í Villingaholtshreppi átti Helgi bóndi í Súlholti. Var hrútur sá frá Langholti. — Gunnar bóndi í Bygðar- horni átti hrútinn í Sandvíkurhreppi, og var hann frá Hæli og af Kárastaðaættinni. — Kjartan Markússon, Völlum, átti hrútinn í Ölfusinu, og var hann heima- alinn. — í Landsveitinni átti Ólafur Jónsson í Austvaðs- holti 1 hrútinn, og er hann keyptur frá Kárastöðum; Guðni Jónsson, Skarði, 1 heima-alinn; og Jón bóndi, Húsagarði, 1, og var hann keyptur frá Fossnesi í Ytrihrepp.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.