Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 110
HUGUR
108 Ritfregnir
og lögmál hugsunarinnar og aðleiðsla og afleiðslu. Sjá ritdóm í Hugur 1. ár
(1988), s. 120-125.
Amór Hannibalsson: Siðfrœði Vísinda. Reykjavík, útg. höf.,
1985. 83 bls.
I bókinni er að sögn höfundar „aðallega fjallað um hlutlægni mannlegrar
þekkingar annars vegar og hins vegar þá siðferðilegu ábyrgð sem menn axla
við það að sitja uppi með þessa þekkingu og við það að hagnýta sér hana í
sína þágu.“ Bókin skiptist í 10 kafla þar sem þessi atriði eru reifuð frá ýmsum
sjónarhornum og farið er yfir helstu hugmyndir sem fram hafa komið um
tengsl vísinda og siðfræði og staðreyndadóma og gildisdóma. Sjá ritdóm í
Hugur 1. ár(1988), s. 120-125.
Amór Hannibalsson: Um rœtur þekkingar. Reykjavík, útg. höf.,
1985. 75 bls.
Þetta er inngangsrit ætlað til kennslu í forspjallsvísindum. Kynntir eru nokkrir
mikilvægir heimspekingar, en kaflarnir heita: Platón — Bacon, Aristótelis,
Descartes, Descartes og Newton, Hume og Kant, John Stuart Mill og Karl R.
Popper. Sjá ritdóm í Hugur 1. ár (1988), s. 120-125.
Amór Hannibalsson: Fagurfræði. Reykjavík, útg. höf., 1987.
212 bls.
Þetta yfirlitsrit um fagurfræði skiptist í 21 kafla. I fyrri hluta ritsins er farið í
kenningar Beardsleys, Corces, Wollheims, Ingardens, Kants, Platóns og
Aristótelesar, auk fleiri höfunda. í síðari hluta þess er vikið að ýmsum
viðfangsefnum fagurfræðinnar og álitamálum sem snerta misjöfn listform.
Loks er hugað að nokkrum hugtökum sem miklu varða í fagurfræði, svo sem
„upplifun" og „sannleiksgildi".
Amór Hannibalsson: Söguspeki. Reykjavík, útg. höf., 1987. 141
bls.
Bókin er almennt yfirlit um helstu stefnur og höfunda söguspekinngar, eða
heimspeki sagnfræðinnar. í 9 köflum er fjallað um kristna söguspeki,
Gnostisma, Heilagan Ágústínus, Vico, Kant, Hegel, Marx, Collingwood og
Hempel.