Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 103

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 103
HUGUR Ritdómur 101 Sígild rúmfræði kom fram í menningarheimi Fom-Grikkja þar sem hún var skrásett í Frumþáttum Evklíðs, varðveitt og þróuð af Aröbum og endurlífguð á endurreisnartímanum á Vesturlöndum.2 Rúmfræði Evklíðs, sem byggðist á frumsetningum (frumsendum) og strangri afleiðslu (útleiðslu), hélt velli þótt aðrir hlutar vestrænnar heimsmyndar tækju stakkaskiptum í vísindabyltingu 16. og 17. aldar sem hófst með sólmiðjukenningu Kópemíkusar og lauk með aflfræði Newtons og uppgötvun diffur- og tegurreiknings. Flatarmyndafræði Evklíðs varð hornsteinn í þekkingarfræði 18. aldar heimspekingsins Immanuels Kant og einnig máttarstólpi í þeirri heimssýn Englendinga sem kennd hefur verið við náttúrlega guðfræði. Þar var staða drottins í veröldinni rökstudd með því að benda á að guð skildi eftir sig verks- ummerki á jarðkringlunni. Haganleg gerð augans var ljóst dæmi um hand- bragð skaparans. Fullkomin og óbreytanleg sannindi rúmfræðinnar sem lýstu ytri veruleika vom einnig verk guðs. Þróunarkenning Darwins kippti að hluta til stoðunum undan þessari heimssýn og róttækar nýjungar á vettvangi rúm- fræði, það er óevklíðsk rúmfræði og ofanvarpsrúmfræði sem síðar verður vikið að, veiktu stoðimar einnig. Nýja rúmfræðin olli töluverðum usla í menntamálum á Englandi vegna þess að náttúrleg guðfræði gegndi þar lykilhlutverki. Nýja rúmfræðin ógnaði auk þess einokunaraðstöðu evklíðskrar rúmfræði sem var notuð á efri skóla- stigum til að þjálfa skýra hugsun og veita nemendum haldgott vegamesti fyrir lífsbaráttuna. A háskólastigi átti ekki að þjálfa atvinnumenn í vísindum og tækni heldur veita alhliða menntun og þroska mönnum sem síðar yrðu annað- hvort hefðannenn eða legðu fyrir sig guðfræði, læknisfræði, lögfræði, stjóm- mál eða viðskipti. Nú kom hins vegar í ljós að sígild rúmfræði var einungis ein gerð rúmfræði og ekki einber stóri sannleikur. Afstæðishyggjan sem fylgdi í kjölfarið kastaði rýrð á sígilda rúmfræði sem óvéfengjanlegan mælikvarða skýrrar hugsunar. Enda var svo komið um seinustu aldamót að rúmfræði Evklíðs hafði verið velt af stalli og í stað einsleits menningarheims 19. aldar var kominn margleitur heimur atvinnumanna sem kærðu sig kollótta um heildstæð sjónarmið svo framarlega sem þeim yrði vel ágengt í rannsóknum á þröngu sérsviði sínu. Ströng raunvísindahyggja 19. aldar var fylgifiskur iðnvæðingar, útþenslu þjóðríkja, eflingar háskóla, tilkomu rannsóknarstofa og sívaxandi atvinnu- mennsku í vísindum. Þessi hugmyndafræði fól í sér að traustasta uppspretta mannlegrar þekkingar væri í reynsluheiminum sem nálgast mætti með athugunum og tilraunum á sviði eðlisfræði, efnafræði, lífeðlisfræði, náttúru- fræði og stjömufræði. Samkvæmt þessari heimssýn töldu margir að ekki væru 2 Jolin E. Murdoch: „Euclid: Transmission of the Elements", Dictionary ofScientific Biography 4, 1971, bls. 437-459.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.