Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 108

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 108
106 Ritdómw HUGUR Þótt skipulag náms í Cambridge stæði hreinni stærðfræði fyrir þrifum á Englandi má ekki gleyma því að stærðfræðileg eðlisfræði blómstraði samtímis. Fjöldi verðandi eðlisfræðinga, t.d. Kelvin lávarður, James Clerk Maxwell, Joseph Larmor, Rayleigh lávarður, George Gabriel Stokes og J.J. Thomson, voru menntaðir í Cambridge og við undirbúning fyrir tripos-prófin urðu þeir mjög snjallir við útreikninga. Þessu hefði mátt gefa meiri gaum í bókinni. Við það hefði líka komið skýrar í ljós hvað fyrirkomulag menntunar og prófa var sérstakt í Cambridge. Þótt fyllilega sé réttmætt að tala um heimssýn Englendinga byggða á rúmfræði og náttúrlegri guðfræði hefði mátt undirstrika frekar að málum var háttað á allt annan veg í hinni háborg enskra mennta, Oxford. Þar var lögð áhersla á sígild fræði og rökfræði Aristótelesar í stað stærðfræði og heimsmyndar Newtons, og allt önnur heimssýn sett fram. Að því er varðar stærðfræði og önnur raunvísindi birtist þessi munur vel í því að það var ekki fyrr en á fjórða áratug þessarar aldar að eðlisfræði náði sér loks á strik í Oxford, það er um þrjú hundruð árum síðar en í Cambridge. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur er bókin StœrðfrœBisýnir afburðaverk í vísinda- og hugmyndasögu. Richards hefur að mestu tekist að rjúfa einangrun stærðfræðisögu. Hún sýnir með sannfærandi hætti hvemig rúmfræðin styrkti náttúrlega guðfræði í sessi og æfði skýra hugsun. Auk þess kom það sér vel á tripos-prófunum í Cambridge að stærðfræðin virtist hlutlæg og því vel til þess fallin að flokka námsmenn á hárfínan og réttlátan hátt eftir getu; þeir fengu „gæðastimpil" fyrir lífstíð.5 Við lestur bókarinnar verður enn fremur ljóst hvaða vandamál fylgja því að njörva mikilvæga þætti menntakerfisins um of niður á afmarkaðan grunn sem tekur síðan miklum breytingum.6 Kristín Halla Jónsdóttir Skúli Sigurðsson 5 John Gascoigne: „Mathematics and Meritocracy: The Emergence of the Cambridge Mathematical Tripos", Social Studies ofScience 14, 1984, bls. 547-584. 6 Við þökkum Ágústi Hirti Ingþórssyni, Sven Th. Sigurðssyni og Þorsteini Vilhjálmssyni fyrir að lesa handrit af greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.