Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 56
54
Hreinn Pálsson
HUGUR
* Sumum nemendum Heimspekiskólans er strítt á skólavistinni, mig
grunar að þeim sé meira strítt en t.d. tónlistarskólanemendum.
* Yngri nemendum, 6-9 ára, er mun tamara að hugsa heimspekilega
en eldri nemendum, 11-14 ára. Þau yngri eru náttúrulegir heim-
spekingar. Heimspekigáttina þarf að opna á ný hjá þeim eldri.
Mér finnst nokkur bjartsýni hafa verið ráðandi í þessum lestri. Þetta
er nú bara lestur, hvað með sjálfan grunnskólann? Kollegi minn,
Sigurður Björnsson, segir að málið sé tapað verði heimspekin tekin
inn í grunnskólann við óbreyttar aðstæður. Hann ætti að vita það, hann
kennir við tvo grunnskóla sem stendur. Ég held raunar að fundarstjóri,
Ásgeir Beinteinsson, hafi komist að svipaðri niðurstöðu suður í
Sandgerði. Þar varð minna úr heimspekiástundun en til stóð. Fyrrum
nemandi minn, Helgi Jósteinsson, fór af stað í mikilli bjartsýni
síðastliðið haust og fór að nota Uppgötvun Ara með 12 ára nemendum
í Vesturbæjarskóla. Það hefur ekki gengið sem skyldi, krökkunum
hefur leiðst og þau hafa sýnt efninu lítinn áhuga. Þorsteinn Hjartarson
hefur notað sama efni á annað ár með góðum árangri.
Ég held að þetta sé millibilsástand og að við eigum ekki annað fley
skárra en barnaheimspekina ef við ætlum okkur að sigla út úr
núverandi hugmyndakreppu í mennta- og uppeldismálum. Þess utan á
heimspekin tvímælalaust rétt á sér sem námsgrein í öllum skólum;
bæði vegna eigin verðleika og líka vegna þess að hún styrkir aðrar
greinar. Þyngstu rökin gegn henni eru að vísu ákaflega þung sem
kerfisrök og hljóma einhvern veginn si svona: Það er ekkert pláss í
stundaskránni fyrir nýja námsgrein, því miður!
Önnur rök lúta að undirbúningi kennara. Það er vissulega rétt að
kennaramenntun í opinberum skólum miðar hvorki að því að kenna
heimspeki né þjálfa samræðuleikni þrátt fyrir að vart verði við
vaxandi áhuga kennara á heimspekilegum fræðum. Ég held að það
mál leysist með tíð og tíma, kannski með því að stofna nýjan og
óháðan háskóla sem einbeitir sér að menntun kennara. Kannski með
samvinnu við endurmenntunardeildir og það er þegar vísir að slíkri
samvinnu við KHÍ, málið snýst hins vegar um meira en
kennsluhátta". Um rökstuðning fyrir að ríkjandi félagsmótun sé heimspekilegum
hugsunarhætti fjandsamleg má lesa í Pliilosopliy and llie Yoimy Child (Harvard
University Press 1980). Mig grunar að sömu rök gildi hér á landi.