Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 106

Hugur - 01.01.1992, Blaðsíða 106
104 Ritdómur HUGUR ryrsta kynslóð enskra atvinnustærðfræðinga kallaði ofanvarpsrúmfræðina nútímarúmfræði upp úr 1870. Þeir settu hana á oddinn til að svara gagnrýni ákafra raunvísindahyggjumanna eins og Thomasar Huxley sem töldu stærð- fræði einungis byggjast á afleiðslu og því eiga fátt sameiginlegt með tilrauna- vísindum sem þá voru í hvað örustum vexti og studdust við aðleiðslu. Eins og Richards bendir á fannst enskum stærðfræðingum ofanvarpsrúmfræði aðlaðandi vegna þess að í henni virtist stuðst við aðferðir annarra raunvísinda. Því var líka réttlætanlegt að styrkja rannsóknir í stærðfræði. Jafnframt var ofanvarpsrúmfræðin lýsandi og byggði á traustum grunni rúmhugtaksins eins og evklíðsk rúmfræði. Að hluta til má skýra vinsældir ofanvarpsrúmfræði á Englandi með því að í meðförum Arthurs Cayley og þýska stærðfræðingsins Felixar Klein gaf hún kost á að túlka óevklíðska rúmfræði á íhaldsaman hátt. Óevklíðsk rúmfræði varð húsum hæf á Englandi; hún horfði bæði til fortíðar og framtíðar. A síðari hluta 19. aldar leiddi nýja rúmfræðin til rökræðna um hvers konar námsefni hentaði best til rúmfræðikennslu á lægri skólastigum. Ekki var lengur augljóst af hverju styðjast skyldi við flatarmyndafræði Evklíðs. í fjórða kaflanum er gerð grein fyrir deilum um Frumþœtti Evklíðs og hvort þær væru heppilegasta námsefnið til rúmfræðikennslu eða ekki. Þeir sem voru á móti námsefni Evklíðs töluðu um staðnaðar kennsluaðferðir og boðuðu að kenna ætti stærðfræði á lifandi hátt og nota aðferðir aðleiðslu líkt og í raunvísindum. Einn af þeim sem snerist til vamar Evklíð var stærðfræðingurinn De Morgan, sem taldi að rúmfræði Evklíðs tæki nýja námsefninu langt fram þótt gallalaus væri hún ekki. Richards sýnir að í vörn sinni studdist De Morgan í raun við hefðarvald; kenna skyldi rúmfræði Evklíðs vegna þess gildis sem væri margsannað af dómi reynslunnar. Deilan um endurskoðun námsefnisins leiddi til stofnunar samtaka um úrbætur á sviði rúmfræðikennslu árið 1871. Menn komust ekki að niðurstöðu þrátt fyrir áratuga störf og því var haldið áfram að notast við rúmfræði Evklíðs. Upp úr aldamótum leystist málið hins vegar af sjálfu sér. Heildstæð menntahugsjón 19. aldar var orðin þrúgandi og því einfaldlega látin sigla lönd og leið. Þess í stað kom fjölbreyttara námsefni í rúmfræði sem hæfði ólíkum nemendahópum í þróuðu iðnaðarþjóðfélagi, hvort sem það voru væntanlegir verkfræðingar, raunvísindamenn eða hreinir stærðfræðingar. Bertrand Russell er leiðsögumaður í lokakafla bókarinnar þar sem sögunni víkur til loka 19. aldar. Hann þreytti tripos-prófið í Cambridge á þessum árum og átti eftir að gagnrýna fyrirkomulag þess hart mörgum árum síðar. Sam- keppnin á prófinu hafði eyðilagt menntagildi þess. Hélt Russell því fram að undirbúningurinn fyrir prófið gengi út á að læra stærðfræðibrellur utan að og leggja þær á minnið auk þess sem sumar sannanir á stærðfræðisetningum sem nemendur áttu að læra fyrir prófið væru hrein móðgun við rökhugsun. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.